Þátttökugjald

 • 6 km4.990 kr
 • 10 km5.990 kr
 • 22 km7.990 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir6 km, 10 km, 22 km
 • Dagsetning27. júní 2024

Hólmsheiðarhlaup Fram og UltraForm er haldið í þriðja skiptið fimmtudaginn 27. júní. Hlaupið er utanvegahlaup, en haldið á höfuðborgarsvæðinu og er því aðgengilegt fyrir alla sem vilja prófa utanvegahlaup. Hlaupið (22 km) gefur ITRA stig og er því viðurkennt sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið.

Hlaupið var valið Utanvegahlaup ársins 2022 og 2023 af lesendum hlaup.is. Sjáið viðtal við Sigurjón Erni, einn af umsjónarmönnum hlaupsins:

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá UltraForm Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti fimmtudaginn 27. júní. Rástímar eru eftirfarandi:

 • 22 km ræstir kl. 17:30
 • 10 km ræstir kl. 18:30
 • 6 km ræstir kl. 18:50

Skráning og gagnaafhending

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu og hefst að loknu hlaupinu á þessu ári. Fyrst um sinn verður lagt upp með 500 skráningar í hlaupið.

 • 4.990 kr í 6 km (hækkar í 5.990 kr 17. júní)
 • 5.990 kr í 10 km (hækkar í 6.990 kr 17. júní)
 • 7.990 kr í 22 km (hækkar í 8.990 kr 17. júní)

Skráning er opin til miðnættis sunnudaginn 23. júní. Endurgreiðsla og nafnabreyting er í boði til 17. júní og fyrir þá sem vilja nýta þá þjónustu þá sendi viðkomandi póst á torfi@hlaup.is.

Afhending gagna tilkynnt síðar.

Drykkjarstöðvar
 • 6 km hlaup - Engin drykkjarstöð
 • 10 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 4-5 km
 • 22 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 11-12 km (þessa stöð má bara nota einu sinni og ekki er leyfilegt nota 10 km drykkjastöðina út af ITRA reglum).

Verðlaun

Mjög veglegir vinningar verða fyrir fyrstu sætin jafnt sem útdráttarverðlaun fyrir alla sem taka þátt.

Leiðarlýsing

Kort af hlaupaleiðunum eru neðst á þessari síðu. Athugið að 10 km og 22 km eru í sitthvoru laginu (layer) og því þarf að velja hvort kortið er verið að skoða.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað og því er annað hvort gott að leggja bílnum hjá Dalskóla og taka upphitun að Kirkjustétt 2-6 eða leggja hjá Kirkjustétt/Ingunnarskóla eða Guðríðarkirkju og taka niðurskokk eftir hlaupið (1,6 km).

6 km með ca. 120m hækkun 

GPX skrá fyrir 6 km til að hlaða niður í hlaupaúr

Hlaupið byrjar hjá hóptímastöðinni UltraForm í Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti og er startað á stóru bílaplani þar sem byrjað er fyrstu 700m á malbiki áður en haldið er í átt að Hólmsheiðinni. Eftir að malbikskafla lýkur kemur góð 1200m löng  brekka sem æskilegt er að fara ekki of hratt upp. Á kílómeter 2 er beygt til vinstri og haldið í átt að Hólmsheiðarvegi þar sem hlaupið er ca. 3 km á þægilegum malar- og utanvegaslóða í áttina að Reynisvatnsás. Síðasti kílómeterinn er hlaupinn á malbiki og stuttur kafli á götunni og endar með því að hlaupa inn á nýja Fram fótboltavöllinn þar sem markið verður á miðjum vellinum ásamt drykkjarstöð.

10 km með ca. 150-177m hækkun

GPX skrá fyrir 10 km til að hlaða niður í hlaupaúr

Hlaupið byrjar hjá hóptímastöðinni UltraForm í Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti, hlaupið hefst á stóru bílaplani þar sem byrjað er fyrstu 5-600m á malbiki áður en haldið er í átt að Hólmsheiðinni. Eftir að malbikskafla líkur kemur góð 500m brekka sem æskilegt er að fara ekki of hratt upp. Næst er hlaupin Paradísarhringur sem telur 3 km og er allur utanvega með hækkun og lækkun en þó nokkuð þægilegum stígum. Eftir Paradísarhringinn er komið inná malarveg/götu sem heitir Mjódalsvegur og er sá vegur hlaupin 1 km áður en beygt ef af veginum og haldið í átt að Hólmsheiðarvegi þar sem hlaupið er ca. 2 km eftir þægilegum malar og utanvegaslóða. Þegar komið er að Hólmsheiðarvegi er hlaupið stuttan kafla á veginum áðir en haldið er inn í skóginn og í átt að Reynisvatni. Þegar að Reynisvatni er komið eru 2 km eftir að hlaupinu, 1 km er hlaupinn umhverfis Reynisvatn á þægilegum malarslóða og síðasti kílómetrinn er hlaupinn á malbiki og stuttur kafli á götunni og endar með því að hlaupa inn á nýja Fram fótboltavöllinn þar sem markið verður á miðjum vellinum ásamt drykkjarstöð.

22 km með ca. 600-700m hækkun 

GPX skrá fyrir 22 km til að hlaða niður í hlaupaúr

Hólmsheiðarhlaupið 22 km er með 1 ITRA stig.

Fyrri hluti hlaupsins 0-10 km
Hlaupið byrjar hjá hóptímastöðinni UltraForm í Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti, hlaupið hefst á stóru bílaplani þar sem byrjað er fyrstu 5-600m á malbiki áður en haldið er í átt að Hólmsheiðinni. Eftir að malbikskafla líkur kemur góð 500m brekka sem æskilegt er að fara ekki of hratt upp. Næst er hlaupin Paradísarhringur sem telur 3 km og er allur utanvega með hækkun og lækkun en þó nokkuð þægilegum stígum. Eftir Paradísarhringinn er komið inná malarveg/götu sem heitir Mjódalsvegur og er sá vegur hlaupin 1 km áður en beygt ef af veginum og haldið í átt að Hólmsheiðarvegi þar sem hlaupið er ca. 2 km eftir þægilegum malar og utanvegaslóða. Þegar komið er að Hólmsheiðarvegi er hlaupið stuttan kafla á veginum áðir en haldið er inn í skóginn og í átt að Reynisvatni. Þegar að Reynisvatni er komið er hlaupið umhverfis Reynisvatn á þægilegum malarslóða og svo 1 km á gangstétt og götu áður en beygt er af veginum og hlaupið úr 10 km leiðinni í átt að Úlfarsfelli.

Seinni hluti hlaupsins 10-22 km
Eftir að beygt er af veginum er hlaupið á grasi upp að Úlfarsfellsvegi áður en haldið er á Úlfarsfellið. Á Úlfarsfellsvegi verður drykkjarstöð fyrir keppendur áður en haldið er upp á Úlfarsfellið. Eftir drykkjarstöðina hefst 4 km hringur með rétt rúmlega 200m hækkun. Sá hringur er hlaupinn tvisvar sinnum þar sem hlaupið er upp á Úlfarsfell á stíg sem liggur vinstra megin í átt að Mosó og svo komið upp að Úlfarsfellsmerkinu áður en haldið er upp á nýja útsýnispallinn sem stendur efst á Úlfarsfellinu. Eftir að tveim slíkum hringjum er lokið er hlaupið aftur niður stíginn sem liggur í átt að Fram og klárað inn á nýja fótboltavellinum hjá Framheimilinu þar sem markið verður á miðjum vellinum ásamt drykkjarstöð.

Nánari upplýsingar

Sigurjón Ernir hjá UltraForm: ultraform@ultraform.is

Jóna Hildur Bjarnadóttir: jonahildurbjarnadottir@gmail.com