Þátttökugjald

  • 10 km6.990 kr
  • 22 km8.990 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, 22 km
  • Dagsetning30. júní 2022
Sjá úrslit

Hólmsheiðarhlaup Fram og UltraForm er haldið í fyrsta skipti fimmtudaginn 30. júní. Hlaupið er utanvegahlaup, en haldið á höfuborgarsvæðinu og er því aðgengilegt fyrir alla sem vilja prófa utanvegahlaup.

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá UltraForm Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti fimmtudaginn 30. júní. Rástímar eru eftirfarandi:

  • 22 km - 17:45
  • 10 km  - 18:00


Skráning og gagnaafhending

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Ekki verður tekið við fleiri en 300 hlaupurum í hlaupið.

  • 5.990 kr. í 10 km (hækkar í 6.990 kr. 20. júní) - Hámarksfjöldi hlaupara 200
  • 7.990 kr. í 22 km (hækkar í 8.990 kr. 20. júní) - Hámarksfjöldi hlaupara 100

Skráning er opin til miðnættis sunnudaginn 26. júní. Endurgreiðsla og nafnabreyting er í boði til 20. júní og fyrir þá sem vilja nýta þá þjónustu þá sendi viðkomandi póst á torfi@hlaup.is.

Veglegur gjafapakki fyrir 5 heppna sem skrá sig fyrir 20. júní fá veglegan gjafapakka frá UltraForm, Sportvörum, Bætiefnabúlluni, Hleðslu og Unbroken. Einnig fær einn heppinn Forerunner 245 hlaupaúr frá Garmin búðinni.

Gögn verða afhent í Sportvörum þriðjudaginn 28. júní 12-18:00 og á hlaupadag í UltraForm 16:30-17:30.

Drykkjarstöðvar
  • 10 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 4-5 km
  • 22 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 11-12 km (má nota hana bara einu sinnu og má ekki ekki nota 10km drykkjastöðina út af ITRA reglum).

Leiðarlýsing

Kort af hlaupaleiðunum eru neðst á þessari síðu. Athugið að 10 km og 21,1 km eru í sitthvoru laginu (layer) og því þarf að velja hvort kortið er verið að skoða.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað og því er annað hvort gott að leggja bílnum hjá Dalskóla og taka upphitun að Kirkjustétt 2-6  eða leggja hjá Kirkjustétt/Inngunarskóla eða Guðríðarkirju og taka niðurskokk eftir hlaupið (1,6 km).

10 km með ca. 150-177m hækkun

GPX skrá fyrir 10 km til að hlaða niður í hlaupaúr

Hlaupið byrjar hjá hóptímastöðinni UltraForm í Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti, hlaupið hefst á stóru bílaplani þar sem byrjað er fyrstu 5-600m á malbiki áður en haldið er í átt að Hólmsheiðinni. Eftir að malbikskafla líkur kemur góð 500m brekka sem æskilegt er að fara ekki of hratt upp. Næst er hlaupin Paradísarhringur sem telur 3 km og er allur utanvega með hækkun og lækkun en þó nokkuð þægilegum stígum. Eftir Paradísarhringinn er komið inná malarveg/götu sem heitir Mjódalsvegur og er sá vegur hlaupin 1 km áður en beygt ef af veginum og haldið í átt að Hólmsheiðarvegi þar sem hlaupið er ca. 2 km eftir þægilegum malar og utanvegaslóða. Þegar komið er að Hólmsheiðarvegi er hlaupið stuttan kafla á veginum áðir en haldið er inn í skóginn og í átt að Reynisvatni. Þegar að Reynisvatni er komið eru 2 km eftir að hlaupinu, 1 km er hlaupinn umhverfis Reynisvatn á þægilegum malarslóða og síðasti kílómeterinn er hlaupinn á malbiki og stuttur kafli á götunni og endar með því að hlaupa inn á nýja Fram fótboltavöllinn þar sem markið verður á miðjum vellinum ásamt drykkjarstöð.

22 km með ca. 600-700m hækkun 

GPX skrá fyrir 22 km til að hlaða niður í hlaupaúr

Hólmsheiðarhlaupið 22 km er með 1 ITRA stig.

Athugið sérstaklega að það eru hlaupnir tveir hringir í kringum Reynisvatn í lengri leiðinni.

Fyrri hluti hlaupsins 0-10 km
Hlaupið byrjar hjá hóptímastöðinni UltraForm í Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti, hlaupið hefst á stóru bílaplani þar sem byrjað er fyrstu 5-600m á malbiki áður en haldið er í átt að Hólmsheiðinni. Eftir að malbikskafla líkur kemur góð 500m brekka sem æskilegt er að fara ekki of hratt upp. Næst er hlaupin Paradísarhringur sem telur 3 km og er allur utanvega með hækkun og lækkun en þó nokkuð þægilegum stígum. Eftir Paradísarhringinn er komið inná malarveg/götu sem heitir Mjódalsvegur og er sá vegur hlaupin 1 km áður en beygt ef af veginum og haldið í átt að Hólmsheiðarvegi þar sem hlaupið er ca. 2 km eftir þægilegum malar og utanvegaslóða. Þegar komið er að Hólmsheiðarvegi er hlaupið stuttan kafla á veginum áðir en haldið er inní skóginn og í átt að Reynisvatni. Þegar að Reynisvatni er komið er hlaupið umhverfis Reynisvatn (tveir hringir) á þægilegum malarslóða og svo 1 km á gangstétt og götu áður en beygt er af veginum og hlaupið úr 10 km leiðinni í átt að Úlfarsfelli.

Seinni hluti hlaupsins 10-22 km
Eftir að beygt er af veginum er hlaupið á grasi upp að Úlfarsfellsvegi áður en haldið er á Úlfarsfellið. Á Úlfarsfellsvegi verður drykkjarstöð fyrir keppendur áður en haldið er upp á Úlfarsfellið. Eftir drykkjarstöðina hefst 4 km hringur með rétt rúmlega 200m hækkun. Sá hringur er hlaupinn tvisvar sinnum þar sem hlaupið er upp á Úlfarsfell á stíg sem liggur vinstra megin í átt að Mosó og svo komið upp að Úlfarsfellsmerkinu áður en haldið er upp á nýja útsýnispallinn sem stendur efst á Úlfarsfellinu. Eftir að tveim slíkum hringjum er lokið er hlaupið aftur niður stíginn sem liggur í átt að Fram og klárað inn á nýja fótboltavellinum hjá Framheimilinu þar sem markið verður á miðjum vellinum ásamt drykkjarstöð.

Nánari upplýsingar

Sigurjón Ernir hjá UltraForm: ultraform@ultraform.is