Um hlaupið

  • Vegalengdir12 km, 22 km, 63 km
  • Dagsetning27. júlí 2024
Sjá úrslit

Kerlingarfjöll Ultra er nýtt utanvegahlaup og fyrsta hlaupið sem haldið hefur verið í Kerlingarfjöllum.

Hlaupaleiðirnar liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, jökulfláka, ægilega fjallstinda og að sjálfsögðu fram hjá Kerlingu — dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir sem munu leiða þátttakendur um þessa mögnuðu náttúruperlu:

  • 12 km
  • 22 km
  • 63 km

Skráning er hjá netskraning.is.

Innifalið í skráningarverði eru matur og drykkir á meðan hlaupinu stendur, vegleg máltíð að keppni lokinni og aðgangur að Hálendisböðunum.