Um hlaupið

  • Vegalengdir53 km
  • Dagsetning13. júlí 2024
Myndasafn úr hlaupinu

Laugavegshlaupið er 55 km (53 km) langt utanvegahlaup sem haldið verður í 28. sinn þann 13. júlí 2024

Hlaupið er fyrir mjög vana hlaupara 18 ára og eldri og krefst 370 ITRA stiga, skilyrði fyrir þátttöku.

Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær náttúruperlur. Staðsetningin gerir það að verkum að Laugavegurinn er einungis þjónustaður í nokkrar vikur á ári.

Frá Laugavegshlaupinu 2020 - Eftir 3 km
Frá Laugavegshlaupinu 2020 - Eftir 3 km

Í hugum margra hlaupara er Laugavegshlaupið skemmtilegasta hlaupið á Íslandi og ómissandi hluti af hlaupasumrinu.  Á þessari krefjandi leið verða hlauparar vitni að ótrúlegri náttúrufegurð. Undirlendið er fjölbreytt þar sem hlaupið er á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, yfir ár og læki.

Nánari upplýsingar á vef hlaupsins.