Miðnæturhlaup Reykjavíkurflugvallar

Þátttökugjald

  • 3,5 km1.000 kr
  • 7 km1.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir3,5 km, 7 km
  • Dagsetning29. júní 2022

Isavia Innanlands ætlar að opna flugvöllinn og hleypa hlaupurum inn á flugbrautina til að taka þátt í Miðnæturhlaupi Isavia. Hlaupið fer fram miðvikudaginn 29. júní kl. 23:30.

Staðsetning

Hlaupið byrjar fyrir framan viðbúnaðarþjónustu flugvallarins, þar sem hleypt verður inn að framan og í gegnum bygginguna. Ákveðið verður á hlaupadegi hvort hlaupið verður réttsælis eða rangsælis og fer það eftir vindáttinni.

Skyldubúnaður og varúðarráðstafanir
  • Hlauparar þurfa að vera í sýnileikavesti eða skærum fatnaði til öryggis. Hægt er að fá lánað sýnileikavesti á staðnum hjá Isavia.
  • Gæta þarf þess að vera ekki með neina lausa muni á sér eða í vösum og tilkynna samstundis flugvallayfirvöldum ef fólk telur sig hafa týnt einhverju út á flugbraut.
  • Með reglulegu millibili verða viðbragðsbílar flugvallaþjónustunnar án ljósa. Flugvöllurinn er lokaður en sjúkra- og neyðarflug er alltaf möguleiki og koma þau þá með fyrirvara. Ef viðbragðsbílar kveikja á blikkljósum og blása í þokulúðrana, þurfa hlauparar að ryðja flugbrautina strax yfir á akbrautina og koma sér tilbaka að startinu.

Vegalengdir
  • 3,5 km
  • 7 km (sami hringur hlaupinn tvisvar)

Skemmtileg og slétt hlaupaleið og frábær upplifun. Engin drykkjarstöð í hlaupinu, bara við endamark. Engin tímataka.

Hlaupaleiðir

Sjá kort hér neðar í lýsingunni.

Skráning og skráningargjöld

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Skráningargjald er 1.000 kr í báðar vegalengdir. Þátttakendur hlaupa á eigin ábyrgð. Max 200 manns í hlaupið.

Verðlaun

Vegleg útdráttarverðlaun og verður dregið úr öllum skráðum þátttakendum.

Þjónusta

Við endamark verður boðið upp á létta hressingu.

Aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir hlaupara

Á kortinu er sýnd rauð ör, en þar verður hleypt inn að framan og í gegnum bygginguna. Ákveðið verður samdægurs hvort hlaupið verði rangsælis eða réttsælir m.t.t. vindáttar um kvöldið.

Með reglulegu millibili verða viðbragðsbílar flugvallaþjónustunnar án ljósa. Flugvöllurinn er lokaður en sjúkra- og neyðarflug er alltaf möguleiki og koma þau þá með fyrirvara. Ef viðbragðsbílar kveikja á blikkljósum og blása í þokulúðrana, þurfa hlauparar að ryðja flugbrautina strax yfir á akbrautina (gular pílur) og koma sér til baka að starti/marki.

Grænt svæði eru möguleg bílastæði.

Nánari upplýsingar

Ásdís Þórhallsdóttir: Asdis.Thorhallsdottir@isavia.is