Miðnæturhlaup Suzuki mun fara fram í 31. skipti þann 20. júní 2024. Hlaupið byrjar og endar í Laugardalnum í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður, einstakt hlaup á björtu sumarkvöldi. Afhending gagna mun fara fram á hlaupadegi í Laugardalshöll en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Miðnæturhlaups Suzuki.
Í Miðnæturhlaupi Suzuki er boðið upp á eftirfarandi vegalengdir:
- Hálfmaraþon (21,1 km)
- 10 km hlaup
- 5 km hlaup