Þátttökugjald

 • 3 km0 kr
 • 10 km3.500 kr
 • 21 km4.500 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir3 km, 10 km, 21 km
 • Dagsetning19. september 2020
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu
Listi yfir skráða keppendur á gamla hlaup.is

Mýrdalshlaupið verður haldið í áttunda sinn laugardaginn 19. september.

Vegalengdir

Boðið verður upp á tvær vegalengdir. 21 km með 1000 m hækkun og tæpa 10 km með 400 m hækkun. Þá er einnig boðið upp á skemmtiskokk.

 • 21 km - 1000 hæðarmetrar - Ræst kl 12:00 - Viðurkennd ITRA braut sem gefur 1 punkt
 • 10 km - 400 hæðarmetrar - Ræst kl 12:00
 • 3 km skemmtiskokk - Ræst kl 12:30

Skráning, þátttökugjald og afhending gagna

Ennþá er opið fyrir skráningu í síðustu sætin, en tekið verður við skráningum upp að 200 manns.

 • 21 km - Þátttökugjald er 4.500 kr - 16 ára aldurstakmark
 • 10 km - Þátttökugjald er 3.500 kr - 16 ára aldurstakmark
 • 3 km skemmtiskokk - Frítt - Ekkert aldurstakmark

Afhending keppnisgagna fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni fyrir hlaup. Þeir hlauparar sem ekki eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu geta sótt gögnin á hlaupdag í Vík. Nánar auglýst síðar. Innifalið í þátttökugjaldi er brautarvarsla, tímataka með flögu, hressing eftir hlaup og frítt verður í sund eftir hlaup.

Staðsetning og hlaupaleið

Keppendur mæti við Víkurskóla í Vík um 30 mínútum fyrir ræsingu og hópurinn gengur/skokkar saman niður í Víkurfjöru þar sem hlaupið verður ræst. Búast má við 5-10 mínútna göngu.

Bent er á að hlaupaleiðunum hefur verið breytt frá fyrri árum að því leyti að ekki er lengur ræst í Reynisfjöru og því þarf ekki að byrja á að flytja hlaupara þangað í bílum.

10 km leiðin (tæplega): Hlaupið er ræst í Víkurfjöru. Hlaupið er í átt að Reynisdröngum eftir sandinum u.þ.b 600 m. Beygt er upp úr fjörunni upp við Reynisfjall og hlaupið meðfram fjallinu. Þá er komið inn á Víkurbraut sem er malbikaður vegur. Hlaupið er eftir Víkurbraut þar til komið er að Bakkaskarði, þar er beygt til vinstri upp hlíðina. Leiðin liggur síðan eftir malarvegi upp á Reynisfjall. Þegar komið er yfir pípuhliðið á brún Reynisfjalls er beygt til vinstri inn á þröngan stíg sem liggur eftir allri fjallsbrúninni. Útsýnið yfir Vík og Reynisdranga er stórkostlegt á þessum kafla leiðarinnar. Drykkjarstöð verður fremst á fjallinu eftir u.þ.b. 5 km og síðan er hlaupið áfram eftir vestur brún fjallsins. Þegar komið er niður Reynisfjall vestan megin er beygt til hægri og farið eftir gömlum malarvegi aftur yfir fjallið. Þaðan er síðan hlaupin sama leið aftur niður í þorpið. Markið er við íþróttamiðstöðina.

21 km leiðin: Lengra hlaupið er á sömu braut og styttra hlaupið í byrjun en beygir af leið eftir u.þ.b. 7 km. Þá er hlaupið inn eftir Reynisfjalli í norður í stað þess að fara niður í þorpið eins og stutta hlaupið gerir. Þessi kafli er ýmist kindagötur eða melar og móar með engum stíg á köflum. Síðan er farið yfir þjóðveginn og hlaupið eftir gömlum vegi upp að Höttu. Hér er talsverð hækkun og hlaupið utan stíga síðasta kílómeterinn upp á topp á Höttu. Þaðan er síðan hlaupið eftir gönguleið niður í Víkurþorp og endað við íþróttavöllinn eins og styttra hlaupið. Undirlagið í hlaupinu er u.þ.b. 80% á stígum og slóðum, 18% utan stíga og 2% á malbiki. Þessi hlaupaleið er sem áður sagði viðurkennd af ITRA og gefur 1 punkt og ITRA stig. Hér er hlekkur inn á ITRA síðu hlaupsins.

Leiðin verður vel merkt og brautarvarsla á leiðinni. Tvær drykkjarstöðvar verða í langa hlaupinu og ein í stutta.

Flokkar

Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við Guðna Pál Pálsson: gudni.palsson@efla.is

Kort af hlaupaleið
Myrdalshlaupkort10kmleid
Kort af 10 km hlaupaleið
Myrdalshlaupkort21kmleid
Kort af 21 km hlaupaleið