Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, Hálft maraþon, Maraþon
  • Dagsetning27. maí 2023
Sjá úrslit

Hið árlega Mývatnsmaraþon fer fram laugardaginn 27. maí 2023. Haldið er af stað við Jarðböðin og hlaupið umhverfis Mývatn.

Að hlaupa Mývatnsmaraþon er einstök upplifun enda er hlaupaleiðin umvafin fallegustu náttúruperlum landsins. Hamborgari og bjór bíða þín í markinu ásamt aðgöngumiða í Jarðböðin við Mývatn. Mývatnsmaraþon er haldið árlega síðustu helgina í maí - hlauptu með okkur og slakaðu svo á í Jarðböðunum!

Í boði eru þrjár vegalengdir, 42 km, 21 km og 10 km. Athugið að tímamörk í heilmaraþonhlaupinu eru 6 klukkustundir.

Brautin og ræsing

Brautin er flatur hringur kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað. Það reynir vel á þol og styrk hlaupara í Mývatnsmaraþoni þar sem endaspretturinn getur tekið verulega á. Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.

Rásmark í vegalengdum er eftirfarandi:

  • 10 km: Rúta fer kl. 12:30 fá Jarðböðunum á ráslínu
  • 21 km: Rúta fer kl. 11:15 fá Jarðböðunum á ráslínu
  • 42 km: Á þjóðveginum ca. 1,3 km frá Jarðböðunum

Hlaupið er réttsælis í kringum Mývatn og vegirnir eru opnir fyrir almennri bílaumferð.

42,2 km brautin er löglega mæld og skráð hjá FRÍ.

Skráning og þátttökugjöld

10 km

  • Forskráning til 1. mars: 6.900kr
  • 2. mars - 25. maí: 7.900kr
  • 27. maí: 8.900kr

21 km

  • Forskráning til 1. mars: 9.900kr
  • 2. mars - 25. maí: 10.900kr
  • 27. maí: 11.900kr

42 km

  • Forskráning til 1. mars: 11.900 kr
  • 2. mars - 25. maí: 12.900 kr
  • 27. maí: 13.900 kr

Skráning á netskraning.is

Netskráning lokar 25. maí! Hægt verður að skrá sig á staðnum 27. maí.

Dagskrá
  • 42 km - Hefst kl 10:00
  • 21 km - Hefst kl 12:00
  • 10 km - Hefst kl 13:00
  • 16:00 - Tímatöku lýkur

Brautin

Flatur hringur kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað. 

Nánari upplýsingar

Vefur hlaupsins.