Um hlaupið

  • Vegalengdir12 km
  • Dagsetning10. júní 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

NIKE og WODBÚÐ standa fyrir 12 km utanvegahlaupi í Reykjavík fimmtudaginn 10. júní. Hlaupið hefst og endar við Morgunblaðshúsið (Hádegismóar 10, Reykjavík) og hlaupið er umhverfis Hólmsheiðarsvæðið. Leiðin hentar öllum getustigum og keppninni lýkur með léttum veitingum og skemmtun utandyra við endamark.

Hlaupaleiðin

Leiðin liggur í kringum Hólmsheiðarsvæðið og meðal annars í kringum Reynis- og Rauðavatn. Brautin er tiltölulega flöt en brattar en stuttar brekkur leynast víða. Magnað útsýni bæði til Esjunnar í norðri og svo yfir Bláfjallasvæðið til suðurs. Leiðin er tiltölulega greiðfær og eru góð tækifæri til að taka framúr næsta manni. Endaspretturinn er á malbiki og er ein brattasta brekkan geymd þar til alveg í lokin.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla og kvennaflokki, ásamt veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.

Gögn sótt

Wodbúð
Faxafen 12, 108 Reykjavík
8. júní: kl. 11-18
9. júní: kl. 11-18
10. júní: kl. 11-16

Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu viðburðarins.