Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km
  • Dagsetning6. febrúar 2021

Norðurljósahlaup Orkusölunnar hefst kl. 19:00 fyrir utan Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu.

Upphitun hefst kl. 18:00 í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu. DJ Dóra Júlía stígur fyrst á svið og hitar upp rýmið. Klukkan 18:40 stígur Páll Óskar á stokk og stýrir upphitun og kemur öllum í gírinn.

Hlaupið endar í Hafnarhúsinu þar sem boðið er upp á drykki og hægt verður að smella af sér mynd í "Photobooth".

Reikna má með að það taki þátttakendur á bilinu 20-70 mínútur að ljúka hlaupinu. Athugið þó að það er engin tímataka og þetta er ekki keppni, heldur upplifun.

Hlaupaleiðin

Hlaupið hefst við Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu. Þaðan er hlaupið í Hörpu og síðan upp Skólavörðustíg í Hallgrímskirkju. Inni í Hallgrímskirkju er eini hluti leiðarinnar þar sem ekki má hlaupa. Úr Hallgrímskirkju er hlaupið niður í Hljómskálagarð og þaðan í Ráðhús Reykjavíkur. Hlaupið endar svo í Hafnarhúsinu þar sem boðið er uppá svalandi AVA aldinvatn.

Hlaupaleiðin er um 5 km löng. Hægt er að stytta sér leið um 1 km með því að beygja inn Fjólugötu frá Njarðargötu í stað þess að fara Smáragötu. Þessi stytting verður merkt sérstaklega á leiðinni og gæti hentað þeim sem eru með yngri börn eða bara þreyttir.

Nánari upplýsingar og skráning á vef hlaupsins.

Mynd frá hlaupinu: Ólafur Þórisson