Powerade vetrarhlaupin 2020-2021 nr. 4

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km
  • Dagsetning14. janúar 2021
Sjá úrslit

Sérstakar ráðstafanir eru gerðar vegna COVID-19 í janúarhlaupi Powerade. ​Hlaupið verður með rúllandi starti og notuð eru rásnúmer með flögu.

Startið verður opið frá 19:30–20:00.

Í þeim tilgangi að dreifa þátttakendum sem mest og lágmarka samþjöppun og framúrhlaup mælumst við til að þátttakendur mæti í startið á eftirfarandi hátt:

  • Þeir sem áætla að hlaupa á undir 50 mínútum leggi af stað 19:30-19:40
  • Þeir sem áætla að hlaupa á 50-60 mínútum leggi af stað 19:40-19:50
  • Þeir sem áætla að hlaupa á um eða yfir 60 mínútum leggi af stað 19:50-20:00

Markið verður opið til 21:30.

Kynnið ykkur breytta leið vegna framkvæmda á Rafstöðvarvegi (https://www.vetrarhlaup.is/leidin), engin brautarvarsla frekar en áður.

​Rásnúmer eru afhent hjá Sport24 Garðabæ. Rásnúmerið er með áfastri flögu. Varist að beygla eða beygja flöguna það getur eyðilagt hana. Rásnúmerið er margnota og verður notað áfram í næstu hlaupum þannig að farið vel með það og geymið á vísum stað milli hlaupa.

Skráningin í hlaupið er gerð á netskraning.is. Skráning án rásnúmers með flögu er ekki möguleg. Þátttökugjaldið er 1.000 kr. Engin skráning, enginn tími.

Þátttakendum er uppálagt að safnast ekki saman við upphaf hlaups né að hlaupi loknu við marksvæði heldur koma sér af svæðinu sem fyrst. Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi. Þeir sem ekki fara eftir þessum reglum eða fara ekki eftir ábendingum skipuleggjenda ógilda sjálfkrafa rásnúmerið sitt.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

***VIÐVÖRUN***

Þar sem hlaupið er seint að kvöldi er mælt með því að keppendur klæðist skærlitum fatnaði og verði sér jafnvel út um endurskinsvesti. Þegar líður á veturinn getur færið verið varasamt með snjó og hálku, ekki er gert ráð fyrir að hætt verði við hlaup eða það fært til af þessari ástæðu.  Keppendur taka þátt á eigin ábyrgð og framkvæmdaaðilar geta á engan hátt verið ábyrgir fyrir skaða sem keppendur hugsanlega verða fyrir eða valda öðrum meðan á þátttöku stendur.

Framkvæmdaraðilar

Dagur Egonsson og Pétur Helgason.

Ef þið hafið einhverjar spurningar verið í sambandi (vetrarhlaup@hotmail.com).