Þátttökugjald

 • 10 km2.450 kr
 • 30 km9.900 kr
 • 50 km9.950 kr
 • 100 km12.450 kr
 • 160 km (100 mílur)14.950 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir10 km, 30 km, 50 km, 100 km, 160,9 km
 • Dagsetning2. júlí 2022

Reykjanes Volcano Ultra 2022 verður haldið helgina 2-3.júlí 2022. Vegalengdir frá 10 km upp í 100 mílur (rúmlega 160 km) á skemmtilegum hlaupaleiðum á Reykjanesinu. Hlaupið er haldið í samstarfi við Grindavíkurbæ.

Fyrstu 25 sem skrá sig í hverja vegalengd fá 50% afslátt af skráningargjaldinu. Verðin sem sýnd eru hér fyrir ofan eru með 50% afslættinum.

Vegalengdir

Vegalengdir 10 km, 30 km, 50 km, 100 km og 160 km (100 mílur). Allar vegalengdirnar nema 10 km fara framhjá eldfjallinu og auk þess fara lengstu þrjár vegalengdirnar yfir á milli heimsálfa, þ.e. yfir flekaskilin milli Ameríku og Evrópu.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 2
Frá hlaupinu 2021

Hægt er að sjá allar hlaupaleiðirnar neðst á þessari síðu (100 mílna leiðin kemur fljótlega inn á kortið en er að mestu leyti öfugur 100 km hringur).

 • 10 km hlaupaleið (hækkun 116 m) - Hlaupaleið við allra hæfi og virkilega flott leið  á skemmtilegum stígum, framhjá Gálgaklettum og upp á Þorbjörn og til baka í Grindavík.
  „Geggjað hlaup og æðislega fjölbreytt hlaupaleið“ Ketill Helgason, sigurvegari í 10 km 2021.
 • 30 km hlaupaleið (hækkun 447 m) - Skemmtileg hlaupaleið upp á Langahrygg með útsýni yfir eldgosið og til baka með viðkomu uppá Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið.
 • 50 km hlaupaleið (hækkun 532 m) - Skemmtileg leið upp að eldgosinu (og jafnframt milli heimsálfa) og til baka með viðkomu uppá Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið.
 • 100 km hlaupaleið (hækkun 820 m) - Stórbrotin leið með eldgosi, ótrúlegu síbreytilegu landslagi og milli heimsálfa.
 • 160 km (100 mílna) hlaupaleið - Farin er öfug leið á móti 100 km hlaupurunum og bætt við tveimur skemmtilegum lykkjum og því sama upplifun og í 100 km hringnum auk þess sem komið er við í öllum bæjum Reykjaness og farin skemmtileg leið kringum Kleifarvatn.

Allar vegalengdirnar eru einn hringur og næringarstöðvar verða á sínum stað, pepp á hlaupaleiðinni, veitingar og góð aðstaða í endamarki með ótal nýjungar og UTMB/ITRA punktar.

Tímasetning

Upphaf og endamark allra hlaupanna verður fyrir utan veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík.

 • 160 km hlaupið hefstum hádegi laugardaginn 2. júlí
 • 10 km, 30 km, 50 km og 100 km hlaupin hefjast öll kl. 23 laugardagskvöldið 2. júlí

Skráning og þátttökugjald

Skráning í hlaupið er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Verðin sem sýnd eru miðast við 50% afsláttinn. Skráningu lýkur hér á hlaup.is kl. 20:00 fimmtudaginn 30. júní.

 • 160 km - 29.900. Fyrstu 25 hlauparar fá 50% afslátt og greiða 14.950
 • 100 km - 24.900. Fyrstu 25 hlauparar fá 50% afslátt og greiða 12.450
 • 50 km - 19.900. Fyrstu 25 hlauparar fá 50% afslátt og greiða 9.950
 • 30 km - 9.900. Fyrstu 25 hlauparar fá 50% afslátt og greiða 4.950
 • 10 km - 4.900. Fyrstu 25 hlauparar fá 50% afslátt og greiða 2.450

Skráning í Reykjanes Volcano Ultra er ekki dýr ef miðað er við aðra ultra hlaupaviðburði hérlendis sem erlendis. Með 50% afslætti er því um einstakt tilboð að ræða sem verður ekki framlengt, en eingöngu fyrstu 25 aðilarnir sem skrá sig í hverja vegalengd ná þessu tilboði.

Aðrar upplýsingar

Glæsileg heimasíða verður sett í loftið fljótlega. Einnig verða allar upplýsingar á Facebook síðu viðburðarins sem og tenging við umsjónaraðila. Allir sem verða skráðir þann 1.október 2021 fá einnig sendar nánari upplýsingar um þeirra vegalengd.

Stefnt er á að viðburðurinn verði veglegri, betri og skemmtilegri með hverju ári. Árið 2022 er stefnt á að hafa mikla gleði og góða umgjörð. Síðar verður fleiru bætt við, en árið 2022 lofar góðu. Auk þess að geta skráð sig á einstaklega góðu verði þá geta allir þátttakendur unnið glæsilega útdráttarvinninga. Taktu daginn frá og hlauptu með okkur á Reykjanesinu.

Ummæli

„Vel skipulagt hlaup, geggjuð hlaupaleið sem kom skemmtilega á óvart enda síbreytilegar hlaupaleiðir og ógleymanlegt að hlaupa að nóttu til í sumarbirtunni, framhjá eldgosinu, ótrúlega fallegum dölum og fellum á Reykjanesinu, flatlendi, hraun og endalaus skemmtilegheit og svo gaman að koma í faldar perlur sem ég hafði ekki hugmynd um. Mæli 100% með þessu“.

Andrea Kjartansdóttir, sigurvegari kvenna í 100 km 2021.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 4