Þátttökugjald

 • 10 km4.900 kr
 • 30 km9.900 kr
 • 50 km19.900 kr
 • 100 km24.900 kr
 • 160 km (100 mílur)29.900 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir10 km, 30 km, 50 km
 • Dagsetning2. júlí 2022

Reykjanes Volcano Ultra 2022 verður haldið helgina 2-3. júlí 2022. Vegalengdir frá 10 km upp í 50 km.

Vegalengdir

Vegalengdir sem boðið er upp á eru 10 km, 30 km og 50 km. Allar vegalengdirnar nema 10 km fá gott útsýni yfir Fagradalsfjall.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 2
Frá hlaupinu 2021

Hægt er að sjá allar hlaupaleiðirnar neðst á þessari síðu.

Allar vegalengdirnar hefjast og enda við veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík. Það er einstök upplifun að skokka í bjartri sumarnóttu á Reykjanesinu. Þessa helgi er sólin sem hæst á lofti og líkur á góðu veðri betri en á öðrum tímum ársins;

 • 10 km hlaupaleið (hækkun 116 m) - Hlaupaleið við allra hæfi og virkilega flott leið  á skemmtilegum stígum, framhjá Gálgaklettum og upp á Þorbjörn og til baka í Grindavík.
  „Geggjað hlaup og æðislega fjölbreytt hlaupaleið“ Ketill Helgason, sigurvegari í 10 km 2021.
 • 30 km hlaupaleið (hækkun 447 m) - Skemmtileg hlaupaleið upp á Langahrygg með útsýni yfir eldfjallið og til baka með viðkomu upp á Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið.
 • 50 km hlaupaleið (hækkun 532 m) - Skemmtileg leið upp Langahrygg með útsýni að eldfjallinu og yfir hraunbreiðurnar og jafnframt hlaupið milli heimsálfa!.. og til baka með viðkomu uppá Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið.

Næringarstöðvar verða á sínum stað, pepp á hlaupaleiðinni, veitingar og góð aðstaða í endamarki og UTMB/ITRA punktar.

Tímasetning

50 km hlaupið hefst kl. 18 á laugardag. 30 km hlaupið hefst kl. 20 á laugardagskvöld. 10 km hlaupið hefst kl. 23 á laugardagskvöld. Áætlað er að allir hlauparar komi í endamarkið á tímabilinu 23 um kvöldið og til 01 eftir miðnætti. Salthúsið verður opið með mat og drykk í boði.

Upphaf og endamark allra hlaupanna verður fyrir utan veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík.

 • 50 km - Hefst kl. 18 laugardagskvöldið 2. júlí
 • 30 km - Hefst kl. 20 laugardagskvöldið 2. júlí
 • 10 km - Hefst kl. 23 laugardagskvöldið 2. júlí

Skráning og þátttökugjald

Skráning í hlaupið er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Skráningu lýkur hér á hlaup.is kl. 20:00 fimmtudaginn 30. júní.

 • 50 km - 19.900 kr
 • 30 km - 9.900 kr
 • 10 km - 4.900 kr

Hlaupanúmer verða afhent í Salthúsinu veitingastað og bar frá kl. 17 á laugardag og fram að hverju starti (10 mínútur fyrir start).

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar á Facebook síðu viðburðarins.

Stefnt er á að viðburðurinn verði veglegri, betri og skemmtilegri með hverju ári. Taktu daginn frá og hlauptu með okkur á Reykjanesinu.

Ummæli

„Vel skipulagt hlaup, geggjuð hlaupaleið sem kom skemmtilega á óvart enda síbreytilegar hlaupaleiðir og ógleymanlegt að hlaupa að nóttu til í sumarbirtunni, framhjá eldgosinu, ótrúlega fallegum dölum og fellum á Reykjanesinu, flatlendi, hraun og endalaus skemmtilegheit og svo gaman að koma í faldar perlur sem ég hafði ekki hugmynd um. Mæli 100% með þessu“.

Andrea Kjartansdóttir, sigurvegari kvenna í 100 km 2021.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 4