Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 18. september og verður þetta í 37. skipti sem hlaupið fer fram. Reykjavíkurmaraþon er hluti af Gatorade sumarhlaupunum. Hlaupinu hefur verið seinkað um 4 vikur í ljósi Covid aðstæðna.
Tímasetningar og staðsetning
Allar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefjast og enda í Lækjargötu við Menntaskólann í Reykjavík að undanskildu 600 m hlaupinu sem endar á Skothúsvegi.
- 08:40 Maraþon og hálfmaraþon
- 09:35 10 km hlaup
- 12:15 3 km skemmtiskokk
- 13:30 600 m skemmtiskokk
Vegalengdir
600m, 3 km skemmtiskokk, 10 km, hálfmaraþon og maraþon.
Skráning og þátttökugjöld
Skráning fer fram á heimasíðu hlaupsins. Forskráningu á netinu lýkur síðasta fimmtudag fyrir hlaup kl. 13:00. Ef áhugasamir um þátttöku hafa ekki skráð sig fyrir þann tíma gefst þeim kostur á að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins. Þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2021 hækka eftir því sem nær dregur hlaupdegi og dýrast er að skrá sig á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll. Upplýsingar um þátttökugjöld er að finna á heimasíðu hlaupsins.
Hlaupaleiðir
Hér má sjá kort af hlaupaleiðum.
Annað
Reykjavíkurborg býður öllum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í sund á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Hér má sjá dagskrá hlaupadags.