Um hlaupið

 • Vegalengdir22 km
 • Dagsetning25. júní 2022

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 25. júní n.k og er þetta er í tólfta skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið hefur fengið mjög góðar viðtökur undanfarin ellefu ár og heppnast mjög vel. Ræst verður frá Arnarstapa kl. 12:00. Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja.

 • Í ár verður fjöldi þátttakenda takmarkaður við 350 manns.
 • Skráningu lýkur kl. 24:00 þriðjudaginn 14. júní.
 • Þar sem upphafsstaður hlaupsins er rúmgóður verða allir ræstir í einu.
 • Mælst er til að hröðustu hlaupararnir verði fyrstir í ræsingu.
 • Drykkjastöðvarnar verða eins og áður 4 talsins og mun Björgunarsveitin Lífsbjörg sjá um þær. Þar verður boðið upp á vatn og orkudrykk. Umhverfisvæn einnota pappaglös verða í boði sem hent er svo í ruslafötu. En öllum er frjálst að vera með sín drykkjarílát.
 • Vegleg útdráttarverðlaun verða í boði
 • Allir þátttakendur fá smá glaðning í poka að hlaupi loknu.

Hlaupaleiðin

Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð. Síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa kljást við snjó og drullu frá 1 km til 7 km af leiðinni, en fer það eftir því hvað veturinn var snjóþungur. Hlauparar fá á leiðinni að upplifa einstaka náttúrufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni á c.a. 5 km millibili sem Björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. Á Arnarstapa verður bíll þar sem hlauparar hafa kost á að skilja eftir auka hluti og fatnað sem verður afhendur í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Einnig tekur Björgunarsveitin við fatnaði við drykkjarstöðvar á hlaupaleiðinni og verður afhendur í Sjómannagarðinum að hlaupi loknu.

Frá hlaupinu 2021 - Hlauparar hálfnaðir og á leið niður í Ólafsvík
Frá hlaupinu 2021 - Hlauparar hálfnaðir og á leið niður í Ólafsvík
Staður og tímasetning

Hlaupið verður ræst frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá veitingastaðnum Arnarbæ á Arnarstapa. Rúta verður fyrir þá sem vilja frá Ólafsvík til Arnarstapa og mun hún leggja af stað kl. 10:45 frá íþróttahúsinu í Ólafsvík og kostar 2.500 kr. Ólafsvík er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Skráning

Þátttökugjald í skráningu er 7.000 kr. Hægt er að afskrá sig og fá endurgreiðslu þar til skráningu lýkur.
Skráning fer fram hér á netskraning.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 24:00 mánudaginn 20. júní. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Flokkaskipting
 • 60 ára og eldri
 • 50 - 59 ára
 • 40 - 49 ára
 • 39 ára og yngri

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana í hverjum flokki og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar

Ingunn Ýr Angantýsdóttir s: 858 7670 og netfangið sjhlaup@gmail.com 
Sigrún Ólafsdóttir s: 894 2446 og netfangið sjhlaup@gmail.com