Þátttökugjald

  • 5 km - 15 ára og yngri1.500 kr
  • 5 km - 16 ára og eldri3.000 kr
  • 10 km - 15 ára og yngri1.500 kr
  • 10 km - 16 ára og eldri3.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir500 m, 5 km, 10 km
  • Dagsetning1. maí 2023
Sjá úrslit

Stúdíó Sport hlaupið er hlaup sem hlaupahópurinn Frískir Flóamenn halda í samstarfi við verslunina Stúdíó Sport á Selfossi þann 1. maí.

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur og lengra komna!

Vegalengdir

Keppt er í tveimur vegalengdum, 5 km og 10 km að viðbættu krakkahlaupi 500 m (Huppuhlaupið). Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í hlaupum á Selfossi.

Mæting og endamark er við verslunina Stúdíó Sport, Austurvegi 9 þar sem afhending keppnisgagna fer fram. Ræsing er á Kirkjuvegi, rétt vestan við nýja miðbæinn. Hlaupið er til suðurs, út á Suðurhóla þar sem leiðir skiljast á 5 og 10 km leiðum. 5 km beygja til hægri og hlaupa um undirgöng inn í Hagaland og meðfram Ölfusá, undir Ölfusárbrú og að endamarki við versluninni Stúdíó Sport. 10 km beygja aftur á móti til vinstri á Suðurhólum og hlaupa til austurs, áleiðis að Austurhólum og til baka og síðan sömu leið og 5 km leiðin í mark.

Huppu-krakkahlaupið fer fram, samhliða Stúdíó Sport hlaupinu á Selfossi.  Um er að ræða 500m hlaup/skemmtiskokk fyrir hressa og káta krakka, 12 ára og yngri. Allir mega hlaupa með þeim yngri án þess að vera skráðir.  Ræsing í hlaupið er kl. 12 við verslunina Stúdíó Sport og allir skráðir þátttakendur fá þátttökuverðlaun.

Kort af hlaupaleið

Hægt er að sjá kort af hlaupaleið neðst á þessari síðu og einnig er kortið sem PDF skjal.

Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa.

10 km hlauparar leggja af stað í Stúdíó Sport hlaupinu 2021
10 km hlauparar leggja af stað í Stúdíó Sport hlaupinu 2021
Tímasetningar

Hlaupið verður ræst kl. 10, báðar vegalengdir.

Skráning og verð

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is, sjá hér efst á þessari síðu. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 sunnudagskvöldið 30. apríl 2023.

  • Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaupin er kr. 1500 fyrir 15 ára og yngri en kr. 3000 fyrir 16 ára og eldri.
  • Verð í 500m Huppu-krakkahlaupið er kr. 1000 og er það fyrir 12 ára og yngri.

Einnig verður hægt að skrá sig í versluninni Stúdíó Sport að morgni keppnisdags en þá hækkar verðið í 5 km og 10 km hlaupunum í kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri og í kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri.

Skráning í Huppu-krakkahlaupið fer fram í versluninni Stúdíó Sport frá mánudeginum 24. apríl til föstudagsins 28. apríl frá kl. 10-18 og á laugardeginum 29. apríl frá kl. 10-16.

Afhending keppnisgagna fer fram í Versluninni Stúdíó Sport, Austurvegi 9.

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum. Auk þess verður fjöldi útdráttarverðlauna frá ýmsum fyrirtækjum á svæðinu.

Tímataka og úrslit

Rafræn tímataka verður í hlaupinu. Keppendur fá afhenta flögu sem þeir hlaupa með. Engin flaga - enginn tími!

Úrslit verða birt strax að loknu hlaupi og síðar á hlaup.is, timataka.net og í afrekaskrá FRÍ.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um allt sem viðkemur hlaupinu veitir Aðalbjörg Skúladóttir á netfangið abbaskul4@gmail.com eða í síma 820-6882.

Einnig á FB síðu hlaupsins.