Þátttökugjald

 • 18 km5.900 kr
 • 28 km9.900 kr
 • 55 km17.900 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir18 km, 28 km, 55 km
 • Dagsetning31. júlí 2021

Súlur Vertical er spennandi áskorun sem fer fram á Akureyri þann 31. júlí 2021 þar sem boðið er upp á þrjár vegalengdir, 18 km, 28 km og 55 km utanvegahlaup.

Kíktu á umfjöllun hlaup.is og viðtöl við hlaupara þegar Súlur Vertical átti að vera á síðasta ári.

Tímasetning

Öll hlaupin eru laugardaginn 31. júlí 2021

 • 55 km Ultra hlaupinu er startað kl 07:00 í Kjarnaskógi/Hömrum.
 • 28 km hlaupinu er startað kl 10:00.
 • 18 km hlaupinu er startað klukkan 11:00

Vegalengd

Boðið er upp á þrjár vegalengdir. 55 km með 3000m hækkun og gefur 3 ITRA punkta. 28 km með um 1400 m hækkun sem gefur 1 punkt. Stysta leiðin er 18 km með 450 m hækkun.

Skráning og verð

Skráning er hér á hlaup.is og hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00, sjá efst á þessari síðu. Skráningu lýkur þann 1. júlí.

Hámarks fjöldi í hverja vegalengd er 250 manns.

Boðið er upp á sérstakt forskráningarverð fyrstu tvo sólarhringana eftir opnun skráningar. Forskráningarverðið er í boði til miðnættis þriðjudaginn 12. janúar.

Verðin í hlaupið er eftirfarandi:

 • 55 km Ultra: Almennt verð: 17.900 kr. Forskráningarverð: 14.900 kr
 • 28 km: Almennt verð: 9.900 kr. Forskráningarverð  7.900 kr
 • 18 km: Almennt verð: 5.900 kr. Forskráningarverð 4.900 kr

Innifalið í skráningargjaldi er bolur.

Lýsingar á vegalengdum og nánari upplýsingar

Kort af leiðunum og nánari leiðarlýsingar og upplýsingar má finna á sulurvertical.is