Þátttökugjald

  • 18 km5.900 kr
  • 28 km9.900 kr
  • 55 km17.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir18 km, 28 km, 55 km
  • Dagsetning31. júlí 2021
Sjá úrslit

Súlur Vertical er spennandi áskorun sem fer fram á Akureyri þann 31. júlí 2021 þar sem boðið er upp á þrjár vegalengdir, 18 km, 28 km og 55 km utanvegahlaup.

Kíktu á umfjöllun hlaup.is og viðtöl við hlaupara þegar Súlur Vertical átti að vera á síðasta ári.

Tímasetning

Öll hlaupin eru laugardaginn 31. júlí 2021

  • 55 km Ultra hlaupinu er startað kl 07:00 í Kjarnaskógi/Hömrum.
  • 28 km hlaupinu er startað kl 10:00.
  • 18 km hlaupinu er startað klukkan 11:00

Vegalengd

Boðið er upp á þrjár vegalengdir. 55 km með 3000m hækkun og gefur 3 ITRA punkta. 28 km með um 1400 m hækkun sem gefur 1 punkt. Stysta leiðin er 18 km með 450 m hækkun.

Skráning og verð

Skráning er hér á hlaup.is og hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00, sjá efst á þessari síðu. Skráningu lýkur þann 1. júlí.

Verðin í hlaupið er eftirfarandi:

  • 55 km Ultra: Almennt verð: 17.900 kr. Forskráningarverð: 14.900 kr
  • 28 km: Almennt verð: 9.900 kr. Forskráningarverð  7.900 kr
  • 18 km: Almennt verð: 5.900 kr. Forskráningarverð 4.900 kr

Innifalið í skráningargjaldi er bolur.

Þátttökugjöld er hægt að fá endurgreidd að fullu fyrir 1. júní. Frá 1. júní - 1. júlí er 50% af þáttttökgjaldinu endurgreitt.

Ef mótshaldari þarf að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna náttúruhamfara, veðurs, heimsfaraldurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna, mun þátttökugjald verða endurgreitt að fullu fyrir þá sem þess óska.

Lýsingar á vegalengdum og nánari upplýsingar

Kort af leiðunum og nánari leiðarlýsingar og upplýsingar má finna á sulurvertical.is

Skilmálar um þátttökurétt

Ekki er hægt að flytja skráningu milli ára. Ekki er leyfilegt að selja öðrum skráningu. Leyfilegt er að breyta um nafn skráningar þar til allt að 14 dögum fyrir hlaupið. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað og er honum ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.