Þátttökugjald

 • 4,5 km3.900 kr
 • 12 km12.900 kr

Um hlaupið

 • Vegalengdir4,5 km, 12 km
 • Dagsetning9. september 2023
Sjá úrslit

Laugardaginn 9. september árið 2023 fer fram í tíunda sinn utanvegahlaupið Þórsgata Volcano Trail Run í Þórsmörk. Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup. Hlaupið er haldið í samstarfi við Hlaupár sem sér um hlaupastjórn.

Boðið er upp á tvær leiðir 12 km og 4,5 km

12 km hlaupið

Ræsing 9. september 2023, kl. 12:00 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Þátttaka í 12 km hlaupinu gefur ITRA stig.

Kort af leiðinni er neðst á þessari síðu.

4,5 km hlaupið

Ræsing 9. september 2023 kl. 12:15 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn og þaðan farið inn á stíg sem liggur að Langadal. Þegar komið er í Langadal þá er Haldið upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Leiðin hentar jafnt þeim sem vilja fara hratt yfir og einnig þeim sem vilja taka létt skokk eða ganga.

Skráning og þátttökugjöld

Opnað hefur verið fyrir skráningu hér á hlaup.is og eru þátttökugjöld sem hér segir:

12 km

 • Skráningar til 30. júní: kr. 7.900
 • Skráningar frá 1. júlí - 7. september: kr. 8.900
 • Skráningar frá 8. september - 9. september: kr. 12.900

 

4,5 km

 • Skráningar til 30. júní: kr. 2.900
 • Skráningar frá 1. júlí - 7. september: kr. 3.400
 • Skráningar frá 8. september - 9. september: kr. 3.900

Lokað verður fyrir forskráningar hér á hlaup.is kl. 18 föstudaginn 8. september en hægt verður að skrá sig á staðnum til kl. 11:00 þann 9. september.

Ekki er endurgreitt en hægt er að nafnabreyta. Sendið nafnabreytingar á hlaup@hlaup.is (með nafni, kennitölu, e-mail og símanúmeri þess sem á að taka við miðanum).

Hámarksfjöldi í 12 km hlaupið er 400 manns.

Afhending gagna

Nánari upplýsingar um afhendingu gagna verða birtar á Facebooksíðu hlaupsins þegar nær dregur.

Verðlaun og ýmsar upplýsingar

Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er hægt að bóka gistingu í Húsadal, mat eftir hlaup og hægt  er að bóka rútur á vefsíðu hlaupsins Þórsgata Volcano Trail Run þegar nær dregur. Rútur fara frá Reykjavík, Hvolsvelli og Krossá.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna. Í stað þess að veita þátttökuverðlaun (medalíu) verður samsvarandi upphæð veitt í umhverfissjóð Volcano Trails til uppbyggingar, merkinga og viðhalds göngu- og hlaupaleiða í Þórsmörk.

 • Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og brautin merkt með stikum.
 • Engar drykkjastöðvar verða nema í endamarki en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa.
 • Hlaupið er haldið af Volcano Trails í Húsadal Þórsmörk í samstarfi við Hlyn og Þórdísi hjá Hlaupári sem sjá um hlaupstjórn.
 • Hér geta allir tekið þátt. Við hvetjum fólk til að taka fjölskylduna með. Tilvalið að taka börnin og/eða ömmu/afa með til að fara 4,5 km leiðina.

Nánari upplýsingar

Ábendingar og fyrirspurnir er varða hlaupið sendist á hlaupar@hlaupar.is