Þátttökugjald

  • 25 km12.000 kr
  • 16 km10.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir16 km, 25 km
  • Dagsetning3. júlí 2021
Sjá úrslit

Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi, verður haldið í 28. sinn þann 3. júlí. Að þessu sinni verða tvö hlaup og eru þau í samstarfi við Landvættaverkefni FÍ. 

Landvættur
  • Aðalhlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
  • Vegalengd er tæpir 25 km
  • Þátttökugjald er 12.000.-
  • Innifalið í gjaldi er gjöf frá aðalstyrktaraðila hlaupsins, 66°N, merkt hlaupinu.
  • Rúta fer frá Árskógi að rásmarki. Gjald fyrir rútuna er 1.000.-
  • Rástími úr Hörgárdal er 12:00 og rúta fer frá Árskógsskóla kl. 11:00 (mæting 10:30).

Hálfvættur
  • Hlaupið hefst fyrir ofan Brattavelli á Árskógsströnd og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
  • Vegalengd er um 16 km
  • Þátttökugjald er 10.000.-
  • Innifalið í gjaldi er gjöf frá aðalstyrktaraðila hlaupsins, 66°N, merkt hlaupinu.
  • Rúta fer frá Árskógi að rásmarki og er rúta innifalin í þátttökugjaldi. ATH. óheimilt verður að aka upp að rásmarki og því er gert ráð fyrir að allir keppendur fari með rútu.
  • Rástími er 13:00 og rúta fer frá Árskógsskóla 12:45 (mæting 12:15).

Ungvættahlaup hefur verið fellt niður.

Forskráning fer fram hér á hlaup.is sjá hér að ofan, en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á thorvaldsdalsskokk@umse.is varðandi greiðslu þátttökugjalda. Skráningu lýkur fimmtudaginn 1. júlí kl. 20.

Tímatöku lýkur 17:00.

Nánari upplýsingar um Þorvaldsdalsskokkið er að finna á vefsíðu hlaupsins.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar.