Tindahlaup Mosfellsbæjar í boði Nettó

Þátttökugjald

  • 1 tindur - 12,4 km6.000 kr
  • 3 tindar - 19 km7.000 kr
  • 5 tindar - 34,4 km7.500 kr
  • 7 tindar - 38,2 km8.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir12,4 km, 19 km, 34,4 km, 38,2 km
  • Dagsetning30. ágúst 2025
Sjá úrslit

Tindahlaup Mosfellsbæjar í boði Nettó verður haldið í sextánda sinn laugardaginn 30. ágúst 2025. Hlaupið hefst klukkan 9:00 við íþróttasvæðið að Varmá. Ræst verður í tveimur ráshópum 5 og 7 tindar klukkan 9:00, 1 tindur og 3 tindar klukkan 11:00. 

Vegalengdir og þátttökugjald

Boðið er upp á fjórar vegalengdir.

  • 7 tindar - 38,2 km með 1822m hækkun, 8.000 kr. Rástími klukkan 9:00
  • 5 tindar - 34,4 km með 1410m hækkun, 7.500 kr. Rástími klukkan 9:00
  • 3 tindar - 19 km með 812m hækkun, 7.000 kr. Rástími klukkan 11:00
  • 1 tindur - 12,4 km með 420m hækkun, 6.000 kr. Rástími klukkan 11:00

ITRA punktahlaup

Tindahlaupið hefur staðist kröfur ITRA (International Trail Running Association) og fengið eftirfarandi hlaupaleiðir viðurkenndar sem punktahlaup:

  • 3 Tindar = 1 ITRA punktur
  • 5 Tindar = 1 ITRA punktur
  • 7 Tindar = 2 ITRA punktar

Skráning og afhending gagna

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is, sjá hér efst á þessari síðu. Skráning er til miðnættis miðvikudaginn 27. ágúst.

Afhending gagna og skráning verður:

  • Fimmtudaginn 28. ágúst milli klukkan 16:00 og 18:00 verslun Útilífs Skeifunni 11d, 108 Reykjavík. Einn af okkar allra fremstu langhlaupurum landsins Þorsteinn Roy og Hrannar Sigurðsson frá Björgunarsveitinni Kyndli munu sitja fyrir spurningum og svörum klukkan 17:00.
  • Föstudaginn 29. ágúst milli klukkan 16:00 og 18:00 verslun Útilífs Skeifunni 11d,108 Reykjavík.

ATHUGIÐ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ SKRÁ SIG EÐA SÆKJA GÖGN  Á KEPPNISDAG.

Leiðirnar

Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Varmá. Leiðin er vel merkt. Hægt er að sjá kort af hlaupaleiðunum neðst á þessari síðu og inni á www.mos.is/tindahlaup

Kort af leiðinni (útgáfa 1)

Kort af leiðinni (útgáfa 2)

Aðrar upplýsingar

Mikilvægt er að þátttakendur séu komnir að Íþróttamiðstöðinni við Varmá minnst 30 mín fyrir hlaup.

  • Drykkjarstöðvar á leiðinni
  • Markið lokar klukkan 16:00
  • Tímataka með flögum
  • Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu
  • Frítt í Varmárlaug að hlaupi loknu

Verðlaun

Allir hlauparar fá þátttökuverðlaunapening auk þess sem vegleg verðlaun eru veitt í karla og kvenna flokkum í hverri vegalengd fyrir sig auk þess sem allir þátttakendur hafa tök á að vinna sér inn útdráttarverðlaun að hlaupi loknu.

Útilíf veitir 25.000- gjafabréf fyrir hvert brautarmet sem sett er. Sjá brautarmet hér: https://tindahlaup.is/brautarmet/

Veglegar drykkjarstöðvar eru í hlaupinu og eins þegar komið er í mark. Drykkjarstöðvar eru í boði Ölgerðarinnar, Hleðslu(MS), Hreysti og Banana ehf, Duftland heildsölu.

Tindahöfðingi

Til að verða Tindahöfðingi þarf hlaupari að hlaupa allar fjórar vegalengdir hlaupsins. Safnaðu tindum og þú færð glæsilega viðurkenningu og sæmdarheitið Tindahöfðingi (hlaup frá árinu 2010 tekin gild).

Þeir sem gera tilkall til Tindahöfðingjans í ár eru beðnir um að senda póst á birgirkonn@gmail.com.

Nánari upplýsingar um tindana sjö og gönguleiðir.

Nánari upplýsingar

Birgir Konráðsson: birgirkonn@gmail.com.
Facebook: Tindahlaup Mosfellsbæjar
Instagram: Tindahlaup