Vetrarhlaupasería Þristar á Egilsstöðum 2020-2021 nr. 5

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km
  • Dagsetning27. febrúar 2021

Vetrarhlaupasyrpa Þristar samanstendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru á Egilsstöðum, síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars. Eina undantekningin er desemberhlaupið sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar.

Staðsetning

Við íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema Gamlárshlaupið sem verður ræst kl. 10:00.

Skráning

Á staðnum, hálftíma fyrir hlaup.

Vegalengd

10 km. Í vetur er einnig stefnt á að bjóða upp á 5 km skemmtiskokk en sú vegalengd mun ekki telja til stiga.

Þátttökugjald

1000 kr.

Hlaupaleið

Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka.

Annað

Þátttökugjaldinu fylgir létt hressing og frítt í sund eftir hlaup.

Að loknu hverju hlaupi verður dregið um vegleg útdráttarverðlaun.