Víðavangshlaup Fætur toga og Framfara nr. 1 - Kjarrhólmi

Um hlaupið

  • Vegalengdir1,1 km, 6,6 km
  • Dagsetning30. september 2023

Fætur toga og Framfarir, hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara, kynna 20. víðavangshlauparöð sína á haustdögum 2023.

Hlaupin eru þrjú og með sama sniði og undanfarin ár, hefjast kl. 10:00 á laugardagsmorgnum í september og október.

Um tvær vegalengdir er að ræða, „stutt“ og „langt“ hlaup, og hefst styttra hlaupið á undan. Stutta hlaupið er yfirleitt um 1 km en það lengra 6-7 km. Vegalengdirnar eru settar upp með það fyrir augum að höfða til sem flestra, bæði millivegalengda- og langhlaupara og hlaupara á öllum aldri á öllum getustigum.

Keppnisgjald í hvert hlaup er einungis 500 kr og óbreytt frá árinu 2004.

Boðið er upp á skráningu á netinu og greiðslu með kreditkorti. Þannig er hægt að skrá sig í alla hlauparöðina í einu og áætla greiðslu út frá því, skráning er á slóðinni https://netskraning.is/framfarir

Eftirfarandi eru staðsetningar og dagsetningar víðavangshlaupa í Reykjavík haustið 2023:

  • 30. september við Kjarrhólma í Kópavogi
  • 7. október við Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi
  • 14. október við Borgarspítalann í Reykjavík
  • 21. október við tjaldstæðið í Laugardal (Víðavangshlaup Íslands, ekki hluti af Framfararöðinni) – skráning þar verður á https://netskraning.is/vidavangshlaup_islands

Stigakeppni er í flokkum karla og kvenna, og drengja og stúlkna 16 ára og yngri. Þátttakendur mega og eru hvattir til að taka þátt í báðum hlaupum á sama degi. Bæði hlaup á gefnum degi gilda til stiga einstaklings í stigakeppninni.

Nánari upplýsingar veitir Burkni Helgason, burknih@gmail.com, s. 6600078
Lögmenn Lækjargötu fá sérstakar þakkir fyrir aðkomu sína að framkvæmd hlaupanna.

Hlaup nr. 1 - Laugardagur 30. september

Staðsetning: Við Kjarrhólma í Kópavogi

Hringurinn er á grænu svæði innst í Fossvogi, Kópavogsmegin, um 1100m að lengd, mestmegnis á grasi en einnig á malarstígum.

Hlaupnir eru 1 hringur (1100m) í stutta hlaupinu og 6 hringir (6600m) í því langa.

Strava: https://www.strava.com/segments/35314118