Víðavangshlaup ÍR – Gatorade Sumarhlaupin

Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km
  • Dagsetning13. maí 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Sumardaginn fyrsta hvert ár hefur Víðavangshlaup ÍR sem eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins farið fram í hjarta borgarinnar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæinn og hefur í 106 ár verið talin mikill heiður að sigra!

Fornt nafn viðburðarins gefur kynna að hlaupið sé á víðavangi en svo er nú aldeilis ekki! Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar götum er lokað og hlauparar fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig.

Víðavangshlaup ÍR fer núna fram á Uppstignardag, fimmtudaginn 13. maí. Hlaupið verður ræst í nokkrum ráshólfum frá kl. 12 til kl. 13, en ekki kl. 11 eins og áður var auglýst. Hlaupið er jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi. Víðavangshlaup ÍR er hluti af Gatorade sumarmótaröðinni.

Hlaupabrautin er viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hlaupaleiðin hefst og endar í Pósthússtræti.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Víðavangshlaups ÍR.