Vorboða lífs og gleði, Víðavangshlaupi ÍR, sem í rúma öld hefur farið fram á sumardaginn fyrsta og eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins, var frestað fram á haustið og verður 105. Víðavangshlaup ÍR og meistaramót 5 km götuhlaupi haldið fimmtudagskvöldið 17. september. kl. 20:15. Skemmtiskokkið mun falla niður í ár. Hlaupið bæði hefst og endar við Hörpu og er hlaupið út Sæbrautina og til baka að þessu sinni.
Allri umgjörð hlaupsins verður stillt í hóf miðað við undanfarin ár þar sem hlaupahaldari leggur áherslu á að lágmarka viðveru þátttakenda á svæðinu fyrir og eftir hlaup. Til þess að hafa meira rými á rás- og endamarki verður hlaupið að þessu sinni haldið á Sæbrautinni, en á næsta ári verður horfið aftur til þeirrar brautar sem hefur verið hlaupin undanfarin ár. Marflöt braut sem er tilvalin til bætinga.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 200.
Vegalengd
5 km
Skráning
Skráning fram á https://netskraning.is/vidavangshlaupir/
Flokkaskipting
Keppt er í 18 flokkum auk karla- og kvennaflokks:
- 12 ára og yngri
- 13-15 ára
- 16-18 ára
- 19-29 ára
- 30-39 ára
- 40-49 ára
- 50-59 ára
- 60-69 ára
- 70 ára og eldri
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar á heimasíðu hlaupsins.