Vorhlaup VMA verður haldið í níunda sinn þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi.
Hlaupið er frá austurinngangi Verkmenntaskólans á Akureyri kl. 17:30 og í boði eru bæði 5 km og 10 km hlaupaleiðir. Keppt er í þremur flokkum: opnum flokki, framhaldsskólaflokki og flokki 15 ára og yngri og fer tímataka fram með flögum.
Tími og dagsetning
Þriðjudaginn 23. apríl kl. 17:30 við austurinngang Verkmenntaskólans á Akureyri
Vegalengdir og flokkaskipting
Keppt er í 5 og 10 km hlaupi.
Í 5 km hlaupinu er keppt í þremur flokkum
- Opinn flokkur
- Framhaldsskólaflokkur
- Flokkur 15 ára og yngri
Í 10 km hlaupinu er keppt í tveimur flokkum
- Opnum flokki
- Framhaldsskólaflokki
Verðlaun
Verðlaun verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum karla, kvenna og kvára auk fjölda útdráttavinninga.
Verðlaunaafhending fer fram í Gryfjunni í VMA og hefst kl. 18:30.
Skráning
Forskráning fer fram á netskraning.is og verður opin til kl. 17.00 á hlaupadegi en einungis þeir sem skrá sig fyrir miðnætti þann 22. apríl eiga möguleika á útdráttarverðlaunum.
Hægt verður að skrá sig á keppnisdegi í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 14:00-17:00 gegn hærra gjaldi.
Verð í forskráningu:
- 500 kr fyrir grunn- og framhaldsskólanema
- 3000 kr fyrir hlaupara í opnum flokki
Verð á keppnisdegi:
- 500 kr fyrir grunn- og framhaldsskólanema
- 4000 kr fyrir hlaupara í opnum flokki
Afhending gagna
Afhending gagna fer fram í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 14:00 - 17:00