Arnar Karlsson, 47 ára vélfræðingur úr Hlaupahópi FH er næstur í röðinni til að opinbera hlaupasumarið sitt á hlaup.is. Það var Vigfús Eyjólfsson úr Frískum Flóamönnum skoraði á Arnar í síðustu viku.
Í byrjun 2011 keypti Arnar sér hlaupabretti sem hann notaði mjög stopult til að byrja með. Takmarkið var að hlaupa 5 km undir 30 mínútum sem gekk mjög brösulega framan af. Allt fór hinsvegar að ganga betur eftir að Arnar uppgötvaði að hlaupabrettið var fast í halla!
„Í febrúar 2013 tók ég þátt í 5 km hlaupaseríu FH-Actavis, sprakk þvílíkt í hlaupinu eftir aðeins 800 metra en í aðdragandanum hafði ég aðeins hlaupið á bretti og í allri gleðinni átti ég erfitt að kunna mér hóf.
Þetta varð kveikjan mín að útihlaupum en ég skráði mig í hlaupahóp FH strax eftir hlaupið, þar með fór allt af stað," segir Arnar sem annars á engan bakgrunn í hreyfingu og gat ekki hlaupið á milli ljósastaura í upphafi árs 2011. „Ég er í vaktavinnu, hlaup sem eru haldin á kvöldin á virkum dögum passa ekki alltaf inn þar sem ég get verið fastur í vinnunni. Þetta eru þau hlaup sem ég stefni á svo lengi sem þau hitta á dagvakt hjá mér." Það verður ansi mikið að gera hjá Arnari ef hann ætlar að ná markmiðm sínum á komandi mánuðum enda stefnir hann á hvorki meira né minna en 39 hlaup það sem eftir lifir árs.
fim 30.3.2017 Hlaupasería FH og Atlantsolíu - mars nr.3 lau 1.4.2017 39. Flóahlaupið fim 20.4.2017 Víðavangshlaup ÍR lau 22.4.2017 Vormaraþon Félags maraþonhlaupara mán 1.5.2017 Jötunnhlaupið fim 4.5.2017 Icelandair hlaupið lau 6.5.2017 Neshlaupið fim 11.5.2017 Forgjafarhlaup nr. 1 lau 20.5.2017 Kópavogsmaraþon fim 25.5.2017 Ölkelduhlaupið lau 3.6.2017 Mývatnsmaraþonið mán 5.6.2017 Hvítasunnuhlaup Hauka fös 23.6.2017 Miðnæturhlaup Suzuki lau 24.6.2017 Bláskógaskokk HSK lau 1.7.2017 Snæfellsjökulshlaupið mið 5.7.2017 Ármannshlaup Eimskips fös 14.7.2017 Hlaupah. á Vestfjörðum - Arnarneshl. sun 16.7.2017 Hlaupah. á Vestfjörðum - Vesturg/Þríþraut mið 2.8.2017 Adidas Boost hlaupið - 10km fim 10.8.2017 Vatnsm,.hlaupið - 5km eða Hreppsl.hlaupið lau 12.8.2017 Brúarhlaupið lau 19.8.2017 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fim 24.8.2017 Fossvogshlaup Hleðslu lau 26.8.2017 Hvalfj.hlaupið eða Tindahlaupið 3tinda mið 30.8.2017 Ljósanæturhlaup Lífstíls lau 2.9.2017 Vestmannaeyjahlaup sun 10.9.2017 Globeathon þri 19.9.2017 Flensborgarhlaupið sun 24.9.2017 Rock ''n'' Roll de Montréal Marathon lau 30.9.2017 Víðav.hl.röð Newton Running og Framfara nr. 1 sun 15.10.2017 Rock ''n'' Roll Lisbon Marathon fim 19.10.2017 Flandrasprettur 2017-2018 nr. 1 lau 21.10.2017 Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara fim 9.11.2017 Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 2 sun 10.12.2017 Kaldárhlaupið fim 14.12.2017 Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 3 mán 26.12.2017 Kirkjuhlaup Hauka sun 31.12.2017 Gamlárshlaup ÍR |
Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?
Nei og kannski jú, svona miðað við hlaupalistann minn. Það er þá helst ef að hlaupahópurinn minn hefur planað að fara í eitthvað sérstakt hlaup t.d. erlendis.
Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?
Nei, ég er til í að prófa allt.
Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntastur (af hverju)?
Hlaupunum erlendis og t.d. Reykjavíkurmaraþon og Hvítasunnuhlaupi Hauka, þar er bara svo mikil stemming.
Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?í
Já, það er bara ekki hægt að missa af sumum hlaupunum.
Markmið fyrir sumarið?
PB í öllum vegalengdum.
Hvern skorar þú á til að opinbera „Hlaupasumarið sitt?
Gunnar Viðar Gunnarsson úr Flandra.
Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?
Nei og kannski jú, svona miðað við hlaupalistann minn. Það er þá helst ef að hlaupahópurinn minn hefur planað að fara í eitthvað sérstakt hlaup t.d. erlendis.
Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?
Nei, ég er til í að prófa allt.
Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntastur (af hverju)?
Hlaupunum erlendis og t.d. Reykjavíkurmaraþon og Hvítasunnuhlaupi Hauka, þar er bara svo mikil stemming.
Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?í
Já, það er bara ekki hægt að missa af sumum hlaupunum.
Markmið fyrir sumarið?
PB í öllum vegalengdum.
Hvern skorar þú á til að opinbera „Hlaupasumarið sitt?
Gunnar Viðar Gunnarsson úr Flandra.