Hlaupasumarið mitt: Björg Alexandersdóttir úr Skokkhópi Icelandair

birt 31. ágúst 2017

Björg Alexandersdóttir er búsett í Garðabæ en æfir með Skokkhópi Icelandair. Björg hefur hlaupið síðan 2010 og er ein þeirra sem mætir jafnan mjög vel í almenningshlaup á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar eins og sést hér að neðan.

Hlaupasumar Bjargar
Búin:
Polar Dash hálfmaraþon Chicago
Get Lucky hálfmaraþon Chicago
London maraþon
Ölkelduhlaupið
Hvítasunnuhlaup Hauka
Miðnæturhlaupið
Snæfellsjökulshlaupið
Eco trail run
Dyrfjallahlaupið
Reykjavíkurmaraþon

Eftir:
Ljósanæturhlaupið
Run Mag Mile 10k Chicago
NYRR New Balance Bronx 10 mile
Toronto Waterfront hálfmaraþon
New York maraþon

Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?
Já, ég bíð alltaf spennt eftir hlaupadagskránni sem birtist í janúar hér á hlaup.is. Þá byrja ég að punkta niður hjá mér þau hlaup sem mig langar til að taka þátt í. Svo dúkka alltaf upp einhver freistandi hlaup hér og þar sem ekki er hægt að láta framhjá sér fara.

Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?
Mér finnst Powerade hlaupin vetrarhlaupin mjög skemmtileg og ég reyni að vera með í þeim. Svo er ég ansi dugleg að grafa upp alls konar hlaup á ferðum mínum erlendis. Ég og vinkona mín Sigurborg Kristinsdóttir (Bogga) erum t.d. að taka saman NYRR Five borough series. Þessi mótaröð samanstendur af:

Manhattan half (búnar)
Queens 10k (búnar)
Brooklyn half (búnar)
Bronx 10mile (september nk.)
Staten island half (eftir)

Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntust?
Reykjavíkurmaraþonið er klárlega toppurinn. Það er svo frábær stemmning og mikil gleði sem fylgir því. Svo hlakka ég líka mikið til NY maraþonsins í haust. Þá er hlaupið í gegnum hverfin fimm eins og við Bogga erum búnar að vera að gera. Ég hef verið áhorfandi í NY maraþoninu og sú upplifun var stórkostleg. Ég reikna með að upplifunin af því að taka þátt verði ekki síðri.

Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?
Ég er fastagestur í Reykjavíkurmaraþoninu og Powerade vetrarhlaupunum.

Markmið fyrir sumarið?
Markmiðin eru í grunninn  alltaf þau sömu, að njóta þess að geta hlaupið og hafa gaman af því sem maður er að gera. Svo stillir maður af undirmarkmið sem snúa að þeim hlaupum sem maður er að stefna að. Þau eru sett í samræmi við formið á hverjum tímapunkti fyrir sig.

Hvern skorar þú á til að opinbera „Hlaupasumarið sitt"?
Ég skora á Sigurborgu Kristinsdóttur að opinbera hlaupasumarið sitt. Hún er lottó vinningurinn minn, en ég kynntist henni þegar ég var að byrja að hlaupa. Það er ómetanlegt að eiga vin sem deilir sama áhugamáli nennir að tala endalaust um hlaup og allt hlaupatengt.