Gunnar Viðar Gunnarsson, 48 ára húsasmiður úr Hlaupahópnum Flandra er næstur í röðinni til að opinbera hlaupasumarið sitt á hlaup.is. Það var Arnar Karlsson úr Hlaupahópi FH sem skoraði á Gunnar í síðasta pistli.
Byrjaði að hlaupa 43 ára
Gunnar byrjaði að hlaupa reglulega í ársbyrjun 2012. Á þeim tíma vann hann við virkjunarframkvæmdir á Grænlandi og var ekki sáttur við hvernig líkamlegt ástand hans var að þróast. Tilgangurinn með hlaupunum var fyrst og fremst að léttast og bæta heilsuna, en fljótlega var ljóst að hlaupabakterían væri komin til að vera.
Fyrsta maraþon Gunnars var Mývatnsmaraþonið 2013 og þá um haustið lauk Grænlandstímabilinu. Vorið 2014 var Gunnar kominn á fulla ferð með Hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi og hefur ekki slegið af síðan ef frá eru taldar frátafir vegna meiðsla. Maraþonin eru orðin sex talsins og þegar þetta er skrifað hefur Gunnar lokið samtals 25 10 km keppnishlaupum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá upphafi ferilsins.
fim 20.4.2017 | Víðavangshlaup ÍR - Powerade sumarhlaupin |
lau 22.4.2017 | Vormaraþon Félags maraþonhlaupara |
Jötunnhlaupið | |
fim 4.5.2017 | Icelandair hlaupið |
lau 13.5.2017 | Kópavogsmaraþonið |
lau 20.5.2017 | Fjallvegahlaupabókarhlaup yfir Svínaskarð |
lau 27.5.2017 | Árbæjarhlaup Fylkis |
Hvítasunnuhlaup Hauka | |
lau 10.6.2017 | Gullspretturinn |
sun 11.6.2017 | Fjallvegahlaup: Skeggaxlarskarð í Dölum |
mán 12.6.2017 | Álafosshlaupið |
fös 16.6.2017 | Komaso hlaupið - Utanvegahlaup í Heiðmörk (Elliðabæ) |
lau 17.6.2017 | Þrístrendingur |
fös 23.6.2017 | Miðnæturhlaup Suzuki - Powerade sumarhlaupin |
Hamingjuhlaupið | |
mið 5.7.2017 | Ármannshlaup Eimskips |
fim 6.7.2017 | Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks |
lau 8.7.2017 | Komaso "Trail to 101" |
lau 15.7.2017 | Laugavegshlaupið |
lau 22.7.2017 | Dyrfjallahlaupið |
mán 24.7.2017 | Fjallvegahlaup: Víkurheiði og Dys |
mán 24.7.2017 | Fjallvegahlaup: Hrafnaskörð |
Adidas Boost hlaupið | |
lau 5.8.2017 | Barðsneshlaupið |
fim 10.8.2017 | Hreppslaugarhlaupið |
lau 12.8.2017 | Strandarhlaupið (Þróttur Vogum) |
lau 19.8.2017 | Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Powerade Sumarhlaupin |
fim 24.8.2017 | Fossvogshlaup Hleðslu |
lau 26.8.2017 | Tindahlaup Mosfellsbæjar |
mið 30.8.2017 | Ljósanæturhlaup Lífstíls |
Vestmannaeyjahlaup | |
sun 10.9.2017 | Globeathon |
þri 19.9.2017 | Flensborgarhlaupið |
sun 24.9.2017 | Hjartadagshlaupið |
Sun 8.10.2017 | Þriggja landa maraþonið, Bregenz |
Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 1 | |
fim 19.10.2017 | Flandrasprettur 2017-2018 nr. 1 |
lau 21.10.2017 | Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara |
Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 2 | |
fim 16.11.2017 | Flandrasprettur 2017-2018 nr. 2 |
lau 25.11.2017 | Vetrarhlaup UFA 2017-2018 nr. 2 |
Kaldárhlaupið | |
fim 14.12.2017 | Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 3 |
fim 21.12.2017 | Flandrasprettur 2017-2018 nr. 3 |
sun 31.12.2017 | Gamlárshlaup ÍR |
Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?
Já, ég skipulegg það með góðum fyrirvara. Sum hlaupin eru það langt í burtu að maður þarf að huga að gistingu og öðru skipulagi tímanlega.
Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?
Utanvegahlaupin eru skemmtilegust, en ég fer líka í mörg götuhlaup þar sem ég von á skemmtilegri keppni og góðum félagsskap.
Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntastur?
Laugavegurinn er númer eitt, alla vega í sumar. Krefjandi og skemmtilegt hlaup!
Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?
Ég reyni að mæta á hverju ári t.d. í Víðavangshlaup ÍR, Haust- og Vormaraþonin og Reykjavíkurmaraþon, en reyndar eru ekki svo ýkja mörg ár síðan ég byrjaði að hlaupa.
Markmið fyrir sumarið?
PB í öllum vegalengdum.
Hvern skorar þú á til að opinbera „Hlaupasumarið sitt?
Sonju Sif Jóhannsdóttur í UFA/Eyrarskokki.