Hlaupasumarið mitt: Vigfús Eyjólfsson úr Frískum Flóamönnum

birt 19. mars 2017

Nú er að hefja göngu sína nýr liður á hlaup.is sem nefnist Hlaupasumarið mitt. Liðurinn felst í því að fá hlaupara til að opinbera hlaupaplanið sitt fyrir komandi tímabil, gefa upp hvaða hlaupum viðkomandi hyggst taka þátt í ásamt því að svara örfáum spurningum. Þannig má segja að þátttakendur í Hlaupasumarið setji á sig örlitla jákvæða pressu með því að opinbera markmið sín. En um leið fylla þeir vonandi aðra hlaupara innblæstri og gefa öðrum skemmtilegar hugmyndir fyrir hlaupasumarið. Við hvetjum hlaupara til að senda okkur ábendinga um skemmtilega viðmælendur á netfangið heimir@hlaup.is. Eins og alltaf leggjum við áherslu á að fá ólíka hlaupara með mismunandi markmið til að taka þátt í þessum skemmtilega lið, enginn þarf að vera feiminn til að opinbera lítil sem stór markmið fyrir hinu fjölskrúðuga íslenska hlaupasamfélagi.

Vigfús á fullri ferð í einu Powerade vetrarhlaupanna.Vigfús Eyjólfsson, fimmtugur hlaupari úr Frískum Flóamönnum á Selfossi ætlar að ríða á vaðið og opinbera hlaupasumarið sitt. Hlaupasumarið hans er ansi þéttbókað og það finnast vart margir hlauparar á Íslandi sem hyggjast taka þátt í fleiri hlaupum en Vigfús þetta árið.Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?Ég ákveð lengsta hlaup sumarsins yfirleitt veturinn áður og hitt raðast síðan í kring.Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?Nei ég sækist bæði utanvega og götuhlaup.Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntastur? Utanvegahlaupunum. Það verðurgaman að sjá hvort og þá hvernig styrktaræfingar vetrarins skila sér.Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?Já, ég er með svipað hlaupaplan frá ári til ársMarkmið fyrir sumarið? Að klára Laugaveginn og vera í fínu standi alla leið.

Hvern viltu skora á að opinbera Hlaupasumarið sitt?
Arnar Karlsson úr Hlaupahóp FH

Hlaupasumar Vigfúsar Eyjólfssonar
fim 9.3.2017       Powerade Vetrarhlaup 2016-2017 nr.6 10 kmlau 1.4.2017       39. Flóahlaupið               10 km fim 20.4 2017     Kambahlaupið 19 kmmán 1.5.2017    Jötunnhlaupið 10 kmlau 20.5.2017     Kópavogsmaraþon 21,1 kmfim 25.5 2017     Ölkelduhlaupið               24 kmmán 5.6.2017    Hvítasunnuhlaup Hauka 22 kmsun 18.6.2017    Mt. Esja Ultra - Mt. Esja ofurhlaup 14 kmlau 24.6.2017     Bláskógaskokk HSK 16,1 kmlau 1.7.2017       Snæfellsjökulshlaupið 22 kmlau 8.7.2017       Komaso "Trail to 101" 21 kmlau 15.7.2017     Laugavegshlaupið 55 kmlau 12.8.2017     Brúarhlaup á Selfossi 10 kmlau 19.8.2017     Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Powerade Sumarhlaupin 21,1 kmlau 2.9.2017       Vestmannaeyjahlaup 5 km/10 km/21,1 kmsun 24.9.2017    Hjartadagshlaupið 5 km/10 kmfim 12.10.2017  Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 1 10 kmlau 21.10.2017   Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara 21,1 kmfim 9.11.2017     Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 2 10 kmsun 10.12.2017  Kaldárhlaupið 9,7 kmfim 14.12.2017  Powerade vetrarhlaupin 2017-2018 nr. 3 10 kmsun 31.12.2017  Gamlárshlaup ÍR 10 km