Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur: "Væri gaman að ná lágmarki fyrir mót erlendis"

birt 27. apríl 2015

Andrea er án ein efnilegasta hlaupakona landsins.Síðustu misseri hefur Andrea Kolbeinsdóttir, 16 ára Árbæjarmær verið að skipa sér á bekk með efnilegustu hlaupurum landsins. Andrea hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon á síðasta ári (1:32:44) í RM og náði svo sínum besta árangri í 10 km er hún varð í öðru sæti í Gamlárshlaupi ÍR (38:45) sem var jafnframt  fjórði besti tími kvenna á árinu. Þá bætti Andrea Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur í 3000m hlaupi stúlkna 15 ára og yngri í desember síðastliðnum.Að ofansögðu má ljóst vera að Andrea er mikil hvatning og góð fyrirmynd þeirra er vilja lifa heilbrigðum lífstíl. Við tókum Andreu tali og spurðum hann nánar út í hlaupin, íþróttirnar og framtíðina.Gaman að fá hamingjuóskir frá ókunnugumVið spurðum hina hógværu Andreu hvort hún hefði fundið fyrir athygli í kjölfar velgengninnar á síðasta ári. "Þegar ég setti Íslandsmetið í 3000m í mínum aldursflokki í desember var ótrúlega gaman hve margir óskuðu mér til hamingju. Það er ekkert skemmtilegra en að koma í mark á góðum tíma og fólk sem maður þekkir ekki einu sinni kemur og óskar manni til hamingju." svarar Andrea.

Ætlar ekki að verða maraþonhlaupariEðli málsins samkvæmt er Andrea ennþá að feta sig áfram í hlaupaheiminum m.a. með því að prófa sig áfram í lengri vegalengdum."Ég er ekki mikill spretthlaupari en langar að bæta mig í því. Mér finnst skemmtilegast að hlaupa 5 km og 10 km götuhlaup. Ég ákvað að prófa hálfmaraþon í síðasta Reykjavíkurmaraþoni og fannst það alveg frábært og er jafnvel að íhuga að taka aftur þátt í ár ef að Gunnar Páll (Jóakimsson) leyfir mér en honum fannst ég nú full ung í fyrra. En ég ætla nú samt ekki að verða neinn maraþonhlaupari. Mér finnst utanvegahlaup líka ótrúlega skemmtileg," segir Andrea sem er heldur betur í góðum höndum hjá Gunnari Páli, þjálfara sínum hjá ÍR sem hefur haldið utan um þjálfun margra okkar bestu hlaupara m.a. Anítu Hinriksdóttur og Kára Steins Karlsson.Metnaðarfull markmiðSpurð um framtíðina stendur ekki á svörum hjá okkar konu þrátt fyrir ungan aldur. "Að ná lágmarki fyrir mót erlendis væri ótrúlega gaman. Í dag hef ég mikinn áhuga á því  að komast í háskóla erlendis á íþróttastyrk en svo hef ég líka áhuga á að læra læknisfræði," segir þessi góða fyrirmynd að lokum.  Það verður áhugavert að fylgjast með Andreu á næstu árum.

Andra með föður sínum Kolbeini.Hraðaspurningar með Andreu KolbeinsdótturBesti æfingafélaginn: María Birkisdóttir.Hlaupaskór: Nike og Kalenji.Uppáhaldshlaup: Hvítasunnuhlaup Hauka og Sportís og Hjartadagshlaupið.Hlaup sem mig dreymir að taka þátt í: Gullspretturinn á Laugarvatni.Ertu hjátrúarfull fyrir hlaup: Já, það er alveg must að fá sér brauð með hnetusmjöri og banana fyrir hlaup.Besta við hlaupin: Bara allt.Versta við hlaupin: Þegar maður þarf á klósettið í miðju hlaupi.Eftir tíu ár verður Andrea Kolbeinsdóttir..? Að hlaupa.