Viðtal við Kára Stein: Ólympíuleikarnir í húfi í Düsseldorf

birt 22. apríl 2016

Kári Steinn á sprettinum í Valshlaupinu í haust.Kári Steinn Karlsson einn af okkar allra fremstu langhlaupurum og Íslandsmethafi í maraþonhlaupi fær að öllum líkindum aðeins eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sig inná Ólympíuleikana í Ríó sem eru í ágúst. Eftir mjög erfitt ár í fyrra sem einkenndist af meiðslum og einkennum ofálags er þessi frábæri íþróttamaður fullur tilhlökkunar og bjartsýni fyrir komandi hlaupaári. Hlaup.is fór á stúfana og spurði Kára Stein út í baráttuna við Ólympíulágmarkið, meiðslin, ofálagið og margt fleira.  -Hvernig er staðan á þér núna í aðdraganda Ólympíuárs, hvernig ætlar þú að setja upp veturinn og vorið með hliðsjón af Ólympíulágmarki?Staðan er góð. Eftir erfitt sumar og meiðsli í haust er allt að smella loksins. Ég er kominn í góða rútínu og formið á hraðri uppleið. Ég var að koma úr æfingabúðum á Tenerife sem gengu mjög vel og næsta stóra verkefni er heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni í mars. Stefnan er svo sett á maraþon í kjölfarið, finnst líklegt að Düsseldorf maraþon í lok apríl verði fyrir valinu.-Síðasta ár fór ekki eins og þú varst að vonast eftir. Hversu vongóður ertu að ná inn á Ól í Ríó? Hvernig hafa æfingar gengið undanfarið? Er skrokkurinn búinn að ná sér eftir þennan vegg sem þú lentir á síðasta sumar?Ég er mjög vongóður. Útlitið var frekar svart í haust og þetta er ekki leiðin sem ég hefði valið að fara. Planið var að ná lágmarkinu síðasta vor í Hamborg en þar sem það gekk ekki þá átti lágmarkið að steinliggja í Berlín síðasta haust.

Það varð hins vegar ekkert úr því hlaupi þannig að það er að duga eða drepast í næsta maraþoni. Skrokkurinn er orðinn svo gott sem 100% eftir skellinn síðasta sumar og verður kominn í toppstand í apríl

-Nú fór síðasta sumar og haust að nokkru leyti í vaskinn eftir að líkaminn sagði einfaldlega stopp. Hefur þú komist að því hvað var að hrjá þig?
Ég er ekki með nákvæma greiningu á því. Ég hef sennilega verið orðinn tæpur vegna ofálags/ ofþjálfunar í aðdraganda Hamborgarmaþons síðasta vor. Formið var hins vegar frábært mánuðina fyrir hlaupið en skrokkurinn fór að hökta 1-2 vikum fyrir hlaup. Ég hljóp síðan harkalega á vegg í hlaupinu sjálfu og það tók langan tíma að vinna sig út úr þeirri þreytu. Sumarið einkenndist síðan af þreytu, svima og orkuleysi og ég náði mér ekki á neitt skrið aftur eftir hlaupið fyrr en seint um haustið en lendi þá í meiðslum sem ég er að rífa mig upp úr.

-Nú eru kominn rúm fjögur ár síðan þú bættir þig í maraþonhlaupi, sækir að þér einhver efi um að þú getir náð betri tíma en þú átt í dag? 
Nei, alveg langt í frá. Ég hef margoft verið í formi til að hlaupa hraðar en ég gerði 2011 og veit að ég á mikið inni. Það er hins vegar eitt að vera í bætingarformi og annað að hitta á gott hlaup og góðan dag þar sem allt smellur saman. Það er orðið löngu tímabært hjá mér og ég trúi ekki öðru en að allt smelli saman í næsta hlaupi.

-Eitt í viðbót, liggur eitthvað fyrir um hvert Ólympíulágmarkið er? Og áttu einhverjar vonir um að komast inn ef þú nærð ekki lágmarkinu?
Ólympíulágmarkið er 2:19 sem er vel viðráðanlegt (Íslandsmet Kára Steins er 2:17:12). Ég þarf að ná lágmarki ef ég ætla með til Ríó, engar undantekningar þar á.