Viðtal við Ragnheiði Stefánsdóttur um New York maraþonið: Farastjórnin hugsar fyrir öllu

birt 26. mars 2017

Bændaferðir bjóða upp á gríðarlegt úrval hreyfiferða, þarf af skipulagðar ferðir í stærstu og frægustu maraþon heimsins. Meðal þeirra er New York maraþonið sem heillar marga. Hlaup.is tók Ragnheiði Stefánsdóttur tali en hún fór í skipulagða ferð á vegum Bændaferða í New York maraþonið árið 2014. Rétt er að geta þess að þó að uppselt sé í nokkrar hreyfiferðir Bændaferða árið 2017 er ennþá laust í stór maraþon eins og New York og Berlín.New York maraþonið er haldið fyrsta sunnudag í nóvember ár hvert og er eitt af fjölmennustu og frægustu maraþonum í heimi. Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar. Rásmarkið er á Staten Island og hlaupið er í gegnum Brooklyn, Queens, yfir Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park. Það er mikil upplifun að hlaupa í gegnum öll þessi hverfi með sín menningaráhrif og ólíku þjóðarbrot.

Nú er oft talað um New York maraþonið sem eitt þeirra allra stærstu, hvað gerir þetta maraþon svona sérstakt?
Borgin sjálf er náttúrulega alveg mögnuð og því mikil upplifun að hlaupa í gegnum hana. Hverfin eru ótrúlega ólík, hvert með sína menningu og því verður hlaupið mjög fjölbreytt. Þá ýta milljónir áhorfenda og tugþúsundir keppenda enn frekar undir upplifunina. Áhorfendurnir eru frábærir og halda hvergi aftur af sér í hvatningarópum. Þá má alls ekki gleyma öllum tónlistaratriðunum á leiðinni sem og öllum hinum uppákomunum.

Hver er munurinn á að fara í skipulagða ferð eins og t.d með Bændaferðum í stað þess að fara á eigin vegum?
Hver hlaupari getur einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir hlaupið, í stað þess að að finna út á korti hvert á að fara, hversu langan tíma tekur að komast milli staða o.s.frv. Fararstjórnin er innifalin og hún hugsar fyrir þessu öllu saman. Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar farið er í New York maraþonið?Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga. Biðtími í starti er langur það er um að gera að undirbúa sig fyrir það. Þá getur verið kalt að morgni til í New York á þessum árstíma og því mikilvægt að vera vel klæddur í föt sem maður er tilbúin að skilja eftir og gefa.

Brautin er krefjandi en um leið mjög skemmtileg. Upphækkun í hlaupinu er töluverð því hlaupið er yfir nokkrar brýr og því verður þetta væntanlega ekki þitt hraðasta hlaup en að sama skapi kannski það skemmtilegasta.

Nú eru freistingarnar í New York á hverju strái, hvernig er ráðlegt að haga undirbúningnum þegar komið er á staðinn, t.d. með tilliti til búðarráps og skoðunarferða?
Þegar fólk hefur hlaupið heilt maraþon í New York er adrenalín og endorfín trippið sterkt, þar með eru hlauparar að springa úr hamingju og hafa því enga þörf fyrir búðarráp. En ef nauðsynlega þarf að skjótast í búðir eru ferðir sem þessar skipulagðar þannig að það eru vanalega 1-2 dagar í New York eftir hlaup. Oftar en ekki eru hótelin staðsett ansi vel og því má auðveldlega skjótast í búðir.

Nánari upplýsingar um hreyfiferðir á vegum Bændaferða má finna á heima síðu þeirra