Borghildur með dætrunum Dagbjörtu og Brynhildi. | Borghildur Sigurðardóttir hleypur með Hlaupahérunum á Egilsstöðum. Borghildur er tveggja barna móðir, starfar sem sérkennslustjóri við leikskólann Tjarnarás, er í meistaranámi í sérkennslufræðum og hleypur um Egilsstaði og nærsveitir þegar tími gefst til. Endilega lesið yfirheyrslu hlaup.is yfir þessum þrítuga orkubolta. Fullt nafn: Borghildur Sigurðardóttir. Aldur: 30 ára. Heimabær: Ég er fædd og uppalin í Neskaupstað en bý núna á Egilsstöðum. Fjölskylda: Gift Rúnari Snæ Reynissyni og saman eigum við tvær stelpur, Brynhildi Unu 5 ára og Dagbjörtu Völu 3 ára. |
Skokkhópur: Hlaupahérarnir á Egilsstöðum.
Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Sumarið 2007 bjuggum við enn í Reykjavík og þá byrjaði ég að hlaupa með Ninju vinkonu minni en við vorum báðar byrjendur í hlaupum þó svo við hefðum alltaf hreyft okkur reglulega. Ég einhvern veginn hélt samt að hlaup væru ekki fyrir mig, ég hefði ekki þolinmæði. Ég hafði til dæmis hneykslast á henni móður minni fyrir að nenna að hlaupa 10 km plús, það væri nú bara klikkun að hlaupa svo langar vegalengdir. Einnig hafði ég glímt við hnémeiðsli, sleit krossaband og reif liðþófa. Þau meiðsli hafa ekki angrað mig mikið á hlaupnum, ef ég finn til þá hægi ég bara aðeins á mér. Þegar ég fór svo af stað að hlaupa af fullum krafti skildi ég mömmu mína vel því þetta er frábær íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er og hvenær sem er.
Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? 10 km. Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í skemmtilegu og fallegu umhverfi. Til dæmis í Selskógi á Egilsstöðum. Hvenær sólarhrings þykir þér best að hlaupa? Um 10 leytið á morgnanna en það hentar nú oftast ekki nema um helgar. Ég hleyp oftast klukkan 6:30 eða eftir klukkan 19:00 á kvöldin, þ.e. þegar maðurinn minn er heima og getur verið með stelpurnar. Hver er besti hlaupafélaginn? Alltaf gaman að hlaupa með góðri vinkonu, Hlín, Ragga og Sigrún vinkonur mínar eru fínir hlaupafélagar. Einnig er mjög gott að hlaupa með mömmu minni því hún hleypur svo hratt og dregur mig þannig áfram. Uppáhalds hlaupafatnaður? Nike hlaupafatnaður er sá sem mér líkar best við. Hvernig hlaupaskó áttu? Asics Kayano 19 | Borghldur th. með móður sinni Brynhildi fyrir Skógarhlaupið 2013. |
Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Garmin hlaupaúrið mitt er ómissandi hlutur. Ef það er vindasamt er buff eða gott hlaupaeyrnaband ómissandi.
Uppáhaldshlaup innan- og utanlands og af hverju? Ég hef nú ekki mikla reynslu af því að taka þátt í hlaupum. En mér finnst mjög gaman að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þar er svo skemmtileg stemming. Skógarhlaupið í Hallormsstað er skemmtilegt og krefjandi hlaup, 14 km í frábæru landslagi. Ekki skemmir fyrir að veðrið er yfirleitt mjög gott þegar Skógarhlaup er haldið. Ég hef enn ekki reynslu af því að taka þátt í hlaupi erlendis en það verður breyting á því í október þegar ég og mamma ætlum að fara til Munchen þar sem hún ætlar að hlaupa heilt maraþon en ég hálft.
Vinkonurnar Borghildur, Ragga og Sigrún hlupu hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 2013. | Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Garmin hlaupaúrið. Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? New York maraþonið. Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninnn fyrir keppnishlaup? Kvöldið fyrir keppnishlaup finnst mér mikilvægt að borða pastasalat með góðri sósu og kjúkling. Morguninn fyrir keppnishlaup borða ég alltaf ristað brauð með sultu og banana og drekk eitt glas af eplasafa. Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Já ég hleyp alltaf með tónlist þegar ég hleyp ein en sleppi henni þegar ég hleyp með góðri vinkonu þá er mun skemmtilegra að spjalla. Ég vil hlaupa við fjöruga tónlist sem ég get sungið með, t.d. hlusta ég á Pál Óskar, Of monsters and man og svo eru hress Eurovison lög eru líka á listanum. Annars er tónlistarsmekkurinn minn fjölbreyttur. Uppáhaldsorkudrykkur? Ég drekk nú lítið af þeim, kannski helst appelsínugulur Powerade Besti matur eftir keppnishlaup? Strax eftir keppnishlaup er nauðsynlegt að fá banana. En besti matur eftir keppnishlaup er matur sem mér finnst reglulega góður eins og mjög gott og djúsí kjúklingasalat eða góð nautasteik. |
Hvernig slakar þú á? Ég fer mikið í sund með stelpunum mínum og slaka vel á þar.
Mesta afrek þitt á hlaupabrautinni? Ætli það sé ekki bara að hafa klárað hálft maraþon á sómasamlegum tímum
Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Á vorin þegar fer að birta snemma á morgnanna er gaman að drífa sig á fætur klukkan sex og byrja daginn á því að hlaupa.
Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? Veit ekki með 5 km, í 10 km á ég 51:03 og í hálfamaraþoni 1:56:43.
Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Ég styðst við hlaupaáætlun þessa dagana því ég er að æfa mig fyrir ákveðið hlaup, annars geri ég það ekki og fara vegalengdirnar sem ég hleyp bara eftir þeirri stemnmngu sem ég er í hverju sinni.
Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Þegar ég hleyp reglulega líður mér betur, bæði andlega og líkamlega. Svo ég hleyp til að öðlast vellíðan og losna við pirring. Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Á sumrin hleyp ég 4x í viku, á veturna 1-2x í viku. Á sumrin hleypt ég yfirleitt 40-60 mínútur í einu eða 7-11 km og einu sinni í viku fer ég langt. Annars fer þetta líka eftir stemmingunni á hverjum tíma. | Mæðgur á öllum aldri við rásmark í Hallormsstaðarskógi. |
Hvar hleypur þú helst? Ég hleyp helst í Selskógi á Egilsstöðum og innan bæjarmarkanna hér á Egilsstöðum.
Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Já þegar haustar fer ég inn í líkamsræktarstöðina þar sem mér finnst skemmtilegast að fara í tabata tíma. Einnig finnst mér gaman að fara á skíði og hjóla.
Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já ég reyni að hafa hraðaæfingar einu sinni í viku.
Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum?
Mig langar að hlaupa maraþon ásamt því að geta hlaupið Barðsneshlaup sem er 27 km utanvegahlaup. En ég geri nú ekki ráð fyrir því að hlaupa maraþon fyrr en eftir svona þrjú ár þegar stelpurnar mínar verða orðnar eldri og auðveldara er að finna tíma til hlaupa. Einnig langar mér að hlaupa hálft maraþon á undir 1:55.
Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Kannski bara þegar ég hljóp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Veðrið var nú ekki spennandi til að byrja með og var ég satt að segja ekki að nenna þessu. En svo komst maður nú í gírinn þegar maður kom niðri í bæ. Svo byrjaði hlaupið og allt gekk samkvæmt áætlun. Þegar ég var komin 17 km sá ég að ég þyrfti nú aðeins að fara að bæta í ef ég ætlaði að ná markmiði mínu. Allt hlaupið hafði ég hlakkað til þess að stuðlögin fjögur sem voru síðust á lagalistunum byrjuðu. En svo akkúrat þegar ég var komin í 18 km slitnuðu heyrnatólin mín, ég get nú sagt að ég var ekki mjög ánægð og fannst þessir síðustu 3 km nokkuð lengi að líða. Þannig að fyrir næsta hlaup tékkaði ég sérstaklega á því að heyrnatólin væru í fullkomnu lagi.
Borgildur th. nýbúinn að vaða Norðfjarðará í Hellisfjarðarhlaupinu. | Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Ég notaði hlaup.com mikið en hef einhvern veginn ekki fundið annan vettvang, þarf að skoða það. |
Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já ég geri það fylgist með skráningum í hlaup og tímum