Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson eru langhlauparar ársins 2022 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í fjórtánda skiptið í dag sunnudaginn, 12. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson. Í þriðja sæti lentu Þorsteinn Roy Jóhannsson og Íris Anna Skúladóttir.
 
  
 Andrea Kolbeinsdóttir hlýtur þennan titil í annað skiptið og Arnar Pétursson hlýtur þennan titil í þriðja skiptið.
Kosið var á milli sjö hlaupara í karlaflokki og sjö hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:
Karlaflokkur
| Röð | Nafn | 
| 1 | Arnar Pétursson | 
| 2 | Þorleifur Þorleifsson | 
| 3 | Þorsteinn Roy Jóhannsson | 
| 4 | Þorbergur Ingi Jónsson | 
| 5 | Hlynur Andrésson | 
| 6 | Baldvin Þór Magnússon | 
| 7 | Þórólfur Ingi Þórsson | 
Kvennaflokkur
| Röð | Nafn | 
| 1 | Andrea Kolbeinsdóttir | 
| 2 | Mari Järsk | 
| 3 | Íris Anna Skúladóttir | 
| 4 | Thelma Björk Einarsdóttir | 
| 5 | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir | 
| 6 | Íris Dóra Snorradóttir | 
| 7 | Verena Karlsdóttir | 
Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta viðtöl við hlauparana í kvöld.
 
 Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.
 
 