Umræða um átröskunareinkenni og líkamsímynd íþróttafólks hefur verið áberandi á undanförnum misserum hér á landi. Petra Lind Sigurðardóttir, meistaranemi í sálfræði er um þessar mundir að gera lokaverkefni sitt sem miðar að því að skima fyrir einkennum átröskunar og skoða líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks.
Petra Lind vill biðla til keppnishlaupara18 ára og eldri að svara spurningakönnun á netinu sem tekur um 15 mínútur. Um er að ræða spennandi viðfangsefni og niðurstöðurnar verða án efa forvitnilegar en Petra mun einmitt fræða lesendur hlaup.is um þær þegar nær dregur sumri.
Hlaup.is hvetur keppnishlaupara til að taka þátt í könnuninni og þar með stuðla að aukinni þekkingu á vandamálinu sem átröskun og brengluð líkamsímynd er, t.d. í samfélagi íþróttanna. Hlaup.is hefur áður fjallað um ofannefnd vandamál m.a. í viðtali við Birnu Varðardóttir sem birtist á síðasta ári. Þar tjáir Birna sig um baráttuna við átröskun, líkamsímynd og æfingaálag.