Á Facebook síðu Gamlárshlaups ÍR kemur fram að ákveðið hafi verið að aflýsa Gamlárshlaupi ÍR annað árið í röð. Ákvörðunin komi ekki á óvart í ljósi hertra samkomutakmarkana.
ÍR-ingar segjast hafa unnið framkvæmdina í góðu samstarfi við ÍSÍ og þar með sóttvarnaryfirvöld og þó hægt væri að útfæra hlaupið þannig að það uppfyllti skilyrði núgildandi reglugerðar, þá væri það mat þeirra að það sé að öllu óábyrgt að stuðla að hópamyndun.
Í staðinn verður Gamlárshlaupið haldið í vetur og líklega sett á dagskrá með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa. Þátttökugjöld verða endurgreidd á milli jóla og nýárs.