Síðastliðinn föstudag, þann 10. maí kom Hlaupablaðið út sem unnið var í samstarfi Heimildarinnar og hlaup.is. Í blaðinu er öll hlaupadagskrá ársins og fjölmargar greinar og viðtöl. Hlaup.is hefur birt hlaupadagskrá á vefnum síðastliðin 27 ár en þetta er í fyrsta skiptið sem hlaupadagskráin er einnig birt á prenti.
Til viðbótar við hlaupadagskrána eru skemmtileg og áhugaverð viðtöl og greinar sem birtast munu einnig hér á hlaup.is sem stakar greinar á næstunni.
Hægt er að nálgast PDF útgáfu af blaðinu í heild sinni.
Greinarnar sem eru í blaðinu eru eftirfarandi í þessari röð:
- Leiðari með umfjöllun um þátttöku og vegferð ritstjóra Heimildarinnar í Kaupmannahafnarmaraþon 2024 - Jón Trausti Reynisson
- Hvernig er best að byrja að hlaupa - Torfi H. Leifsson
- Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur? Viðtal við Stein B. Gunnarsson
- Svona breytist líkaminn við hlaup - Viðtal við Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttir lækni og hlaupara
- Knúin áfram af trú og vilja - Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttir
- Hlaupadagskrá hlaup.is og 2XU
- Umfjöllun um hlaup.is - Torfi H. Leifsson
- Greindist ungur með Alzheimer og hleypur í fylgd fjölskyldunnar - Viðtal við fjölskyldu Stefáns Hrafnkelssonar
- Hér er besta leiðin til að hlaupa - Viðtal við Gauta Grétarsson
- Ótrúlega falleg framtíðarsýn að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri - Viðtal við Rannveigu Hafberg
- Ævintýraleg ofurhálf-maraþon í sex borgum - Umfjöllun um Superhalfs hálfmaraþon seríuna og viðtal við Ívar Jónsson.
Hlaup.is vonar að hlauparar séu ánægðir með þessa nýjung og líki við þær greinar sem birtust í blaðinu.