Verðlaunaafhending fyrir hlaup ársins 2022 fór fram í dag, sunnudaginn 12. febrúar.
Niðurstaða í einkunnagjöf hlaupara fyrir hlaup ársins 2022 er sú að Fossvogshlaup Hleðslu var valið Götuhlaup ársins 2022 og Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram var valið Utanvegahlaup ársins 2022. Í flokki götuhlaupa hafnaði Adidas Boost hlaupið öðru sæti og Víðavangshlaup ÍR í þriðja sæti. Í flokki utanvegahlaupa hafnaði Gullspretturinn í öðru sæti og Mýrdlashlaupið í þriðja sæti. Við birtum núna efstu þrjú hlaupin í hvorum flokki, en síðar kemur allur listinn með sundurliðun á einstaka þáttum.
Við einkunnagjöf á hlaupum ársins gefa hlauparar tvennslags einkunnir. Annars vegar einkunnir fyrir hina ýmsu þætti hlaupsins og með því að reikna saman þessa þætti fæst "Útreiknuð einkunn". Hlauparar gefa svo eina heildareinkunn"Gefin einkunn" sem byggir á hans mati fyrir hlaupinu í heild sinni. Til að fá út lokaniðurstöðu um hlaup ársins eru þessar tvær einkunnir sameinaðar og fengin út ein heildareinkunn sem ræður endanlegri röð hlaupanna í valinu um hlaup ársins 2022. Til að eiga möguleika á að komast á þennan lista í ár eins og áður þarf hlaupið að fá einkunnagjöf frá að minnsta kosti 10 hlaupurum.
Götuhlaup ársins 2022
Röð | Nafn | Einkunn |
1 | Fossvogshlaup Hleðslu | 4,71 |
2 | Adidas Boost hlaupið | 4,63 |
3 | Viðavangshlaup ÍR | 4,60 |
Utanvegahlaup ársins 2022
Röð | Nafn | Einkunn |
1 | Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram | 4,83 |
2 | Gullspretturinn | 4,72 |
3 | Mýrdalshlaupið | 4,71 |
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.