Boston maraþonið fór fram í 126. skiptið í gær mánudaginn 18. apríl. Meðal þátttakenda voru fimm Íslendingar sem náðu ágætum tímum. Bestum tíma í hlaupinu náði Bjarni Ármann Atlason, 2:38:54 sem skilar honum í efsta sæti Ársbesta listans fyrir karla á hlaup.is í maraþoni.
Næstur Íslendinga kom Ívar Adolfsson á 3:28:36, en Ívar er margreyndur maraþonhlaupari og vel þekktur í hinu íslenska hlaupasamfélagi. Fyrsta konan, María Breiðdal hljóp á 3:35:03 sem setur hana í efsta sæti Ársbesta listans fyrir konur á hlaup.is í maraþoni.
Kíktu á frekari úrslit á hlaup.is í erlendum hlaupum, en þau er hægt að finna undir valmyndinni og liðnum "Hlaup í útlöndum/Úrslit"