Ívar Adolfsson náði ágætum árangri í Florida Gulf Beaches maraþoninu á Flórída sunnudaginn 23. janúar, þrátt fyrir mjög óhagstæð veðurskilyrði. Hann varð númer 5 í hlaupinu og númer 2 í svokölluðum Male Masters Champion flokki. Ívar hljóp á tímanum 2:57:08, en hann á áður best tímann 2:53 og stefndi að því að bæta þann tíma. Því miður kom slæmt veður í veg fyrir það. Hlaup.is hefur fregnað að Ívar sé í feiknarlega góðu formi um þessar mundir og vonandi nær hann að halda því og bæta tíma sinn síðar á þessu ári.
Það var Sigurður P. Sigmundsson sem undirbjó Ívar fyrir þetta maraþon, en Sigurður P. á besta tíma Íslendings í maraþoni 2:19:46 sem hann náði í Berlín árið 1985. Sigurður er einn af ráðgjöfum hlaup.is og þú getur pantað æfingaáætlanir hjá Sigurði hér á hlaup.is.