Pöntun á æfingaáætlun
1,2 eða 3 mánuðir
Hlaup.is býður upp á gerð æfingaáætlana
fyrir lesendur síðunnar í samstarfi við Sigurð Pétur
Sigmundsson, sem hefur mikla reynslu af þjálfun og gerð æfingaáætlana.
Undir hans leiðsögn hafa fjölmargir bætt árangur
sinn á undanförnum árum. Þetta hentar jafnt þeim
sem eru að byrja eða eru komnir ágætlega af stað. Sigurður
hefur t.a.m. mikla reynslu í því að útbúa
áætlanir fyrir þá sem stefna að því
að bæta sig í hálfmaraþoni eða maraþoni.
Fyrirkomulagið er á þá leið að þeir sem
óska eftir æfingaáætlun fylla út eyðublað
hér að neðan með helstu upplýsingum um líkamlegt
ásigkomulag og fyrri æfingum, ásamt markmiðum. Sigurður
fer yfir þessar upplýsingar og hringir síðan í
viðkomandi áður en áætlunin er send á netfang
eða í pósti til viðkomandi. Gert er ráð fyrir
að hver áætlun sé til eins mánaðar í
senn þar sem mikilvægt er að taka tillit til hugsanlegra breytinga
s.s. vegna veikinda, meiðsla, ferðalaga og aukins álags í
starfi.
Annan hvern miðvikudag á tímabilinu mars-október
stjórnar Sigurður æfingum frá Laugardalslauginni. Þá
er hitað upp, teknar teygjur og léttar styrktaræfingar, gerðar
hraðaæfingar á brautinni eftir getu hvers og eins og síðan
skokkað niður. Auk þess gefst tækifæri til að
ræða um atriði sem máli skipta hjá hverjum og einum
og leggja á ráðin ef viðkomandi er að stefna að
þátttöku í almenningshlaupi.
Boðið er upp á eins mánaðar, tveggja mánaða
og þriggja mánaða æfingaáætlun. Greitt er
eins mánaðar gjald, 7.500 kr., tveggja mánaða gjald 13.100
kr eða þriggja mánaða gjald 17.900 kr. og eru greiðslur
samkvæmt samkomulagi við Sigurð Pétur.
Hlaup.is hvetur þá sem stefna að bætingu á fyrri
árangri að nýta sér þetta tækifæri
sem allra fyrst. Sigurður Pétur hefur margsýnt að hann
kann að koma hlaupurum í toppform á réttum tíma
!
Takk fyrir að panta prógram á hlaup.is ! |
|