Brooks skórnir virðast njóta aukinna vinsælda meðal íslenskra hlaupara ef marka má forsíðukönnun hlaup.is á skóbúnaði þátttakenda í Reykjavikurmaraþoninu 2015. Jafnmargir hlupu í skóm frá Asics og Brooks í síðasta Reykjavíkurmaraþoni en hvor tegundin var með 27% "markaðshlutdeild."Þetta eru ákveðin tímamót en frá því að "mælingar" hlaup.is á skóbúnaði þátttakenda í Reykjavíkumaraþoni hófust árið 2005 hefur Asics haft mikla yfirburði meðal þátttakenda. Dregið hefur úr yfirburðunum síðustu ár á meðan Brooks hefur verið í stórsókn, farið úr 5% árið 2011 í 27% í ár.
Annars eru ekki teljandi breytingar á milli ára þó alltaf sé ákveðin hreyfing. Ástæða er til að taka fram að áðurnefndar skókannanir hlaup.is eru kannanir sem lesendur taka sjálfviljugir þátt í og eru fyrst og fremst gerðar til gamans.
Könnun á skóbúnaði þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni 2014
Könnun á skóbúnaði þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni 2013
Úrslit úr skoðanakönnunum hlaup.is tíu ár aftur í tímann.