Tilkynnt var um niðurstöðu kosninga um Langhlaupara ársins 2010 í dag laugardaginn 8. júní.
Langhlaupari ársins í flokki karla er Björn Margeirsson en næstir honum komu Gunnlaugur Júlíusson og Jón Guðlaugsson. Í flokki kvenna varð Rannveig Oddsdóttir fyrir valinu, en næstar henni komu Helen Ólafsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir.
1. Björn Margeirsson
2. Gunnlaugur Júlíusson
3. Jón Guðlaugsson
1. Rannveig Oddsdóttir
2. Helen Ólafsdóttir
3. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Að auki voru María Kristjánsdóttir, María Kristín Gröndal og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir tilnefndar í flokki kvenna og Guðmundur Sigurðsson, Höskuldur Kristvinsson og Sigurjón Sigurbjörnsson í flokki karla.
Fyrstu verðlaun voru Asics hlaupaskór ásamt 25.000 kr gjafabréfi frá Asics. Önnur verðlaun voru 15.000 kr gjafabréf frá Asics og þriðju verðlaun voru 10.000 kr gjafabréf frá Asics. Allir sem tilnefndir voru fengu 5.000 kr gjafabréf frá Asics.
Viðtöl við langhlaupara ársins 2010, Björn Margeirsson og Rannveigu Oddsdóttur og aðra þá sem tilnefndir voru.