Kjóstu langhlaupara ársins 2024 hjá hlaup.is

uppfært 21. janúar 2025

Í samvinnu við Íslandsbanka, Fætur toga, Útilíf og Unbroken stendur hlaup.is fyrir vali á Langhlaupara ársins í sextánda skiptið. Að þessu sinni verður hægt að velja Langhlaupara ársins í götu- og brautarhlaupum og Langhlaupara ársins í utanvegahlaupum bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum því að samræma valið á hlaupurum ársins við vali á hlaupi ársins, en þar er valið á milli Götuhlaups ársins og Utanvegahlaupi ársins.

Öll Logo Hlaupari Ársins 2024

Að þessu sinni hafa 5 konur og 5 karlar verið valdir af fulltrúum hlaup.is í hvorum flokki fyrir sig, sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir hlauparar hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek á síðasta ári.

Allir sem kjósa (og skrá netfangið sitt á Mínar síður) fara í pott og geta unnið Brooks hlaupaskó frá Fætur toga. Kosning hefst þriðjudaginn 21. janúar og hægt verður að kjósa til miðnættis fimmtudaginn 30. janúar.

Til að kjósa verður þú að skrá þig inn á Mínar síður á hlaup.is (sjá innskráningu efst til hægri á þessari síðu) og til að fara í útdráttarverðlaunapottinn, þá verður þú að skrá netfangið þitt á Mínar síður hlaup.is.

Hér fyrir neðan eru tilnefningar í stafrófsröð, fyrst í Brautar- og götuhlaupum og fyrir neðan í Utanvegahlaupum.

Brautar- og götuhlaup

Karlar

Arnar Pétursson (1991) náði sínum besta árangri í maraþonhlaupi 2:20:04 klst í Berlín 29.september. Hann varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni á 1:08:50 klst sem fram fór á Akureyri. Sigraði einnig í hálfmaraþoni RM á 1:08:20 klst. Arnar varð Íslandsmeistari í 10 km í Ármannshlaupinu en vegalengdin reyndist of stutt að þessu sinni.

Arnar Pétursson RM2024 00010
Arnar Pétursson

 

Baldvin Þór Magnússon (1999) setti Íslandsmet í 5 km götuhlaupi 13:42 mín í Leicester 16. mars. Bætti svo eigið Íslandsmet í 5.000 m utanhúss er hann hljóp á 13:20,34 mín 30. apríl og var aðeins 0,34 sek frá því að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið er fram fór í Róm.  Þá má nefna að Baldvin setti Íslandsmet í 1.500 m (3:39,90 mín). Þann 9. desember keppti Baldvin í EM í víðavangshlaupi er fram fór í Antalya í Tyrklandi. Varð í 47.sæti í mjög sterku hlaupi en Jakob Ingebrigtsen sigraði.

Baldvin Þór Magnússon AKU2022 0832 (1)
Baldvin Þór Magnússon

Hlynur Andrésson (1993) náði góðum árangri í götuhlaupum á árinu en hann býr erlendis. Hljóp best 10 km á 29:17 mín í Groet Hollandi 11. febrúar og hálfmaraþon á 1:04:18 klst í Gent, Belgíu, 10. mars. Þá sigraði Hlynur í 10 km í RM á 30:24 mín.

Hlynur Andrésson RM2024 03882
Hlynur Andrésson

Logi Ingimarsson (1990) varð í 6.sæti í hálfmaraþoni RM á 1:11:59 klst sem er hans langbesti tími á vegalengdinni. Hafði fyrr á árinu sýnt styrk sinn í 5 km í Víðavangshlaupi ÍR (15:46) og Miðnæturhlaupinu (15:52). Varð þriðji á Íslandsmeistaramótinu í 10 km er fór samhliða Ármannshlaupinu. Hljóp 10 km best á 33:38 mín í Hafnarfjarðarhlaupinu.

Logi Ingimarsson ARM2024 0012
Logi Ingimarsson

Þorsteinn Roy Jóhannsson (1991) varð þriðji í hálfmaraþoni RM á 1:09:36 klst sem er hans besti tími á vegalengdinni. Varð Íslandsmeistari í 5 km á 15:24 mín í Víðavangshlaupi ÍR. Þorsteinn var nálægt sínu besta í 10 km er hann sigraði í Adidas Boost hlaupinu á 32:38 mín. Bætti sig mjög mikið í brautarhlaupum innanhúss í 800 (1:59,55), 1.500 (4:03,95) og 3.000 (8:48,44).

Þorsteinn Roy ARM2024 0003
Þorsteinn Roy Jóhannsson

Konur

Andrea Kolbeinsdóttir (1999) varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni á Akureyri á 1:15:42 klst sem er hennar besti árangur á vegalengdinni. Hún varð einnig Íslandsmeistari í 5 km á  16:38 mín í Víðavangshlaupi ÍR. Andrea varð Íslandsmeistari í 10 km í Ármannshlaupinu en vegalengdin reyndist of stutt að þessu sinni. Þá sigraði hún í Gamlárshlaupi ÍR á sínum besta tíma í 10 km 34:32 mín.

Andrea Kolbeinsdóttir LAU2024 0018
Andrea Kolbeinsdóttir

Anna Berglind Pálmadóttir (1979) átti góðu gengi að fagna í götuhlaupum á árinu og setti nokkur Íslandsmet í aldursflokki 45-49 ára bæði í brautar- og götuhlaupum. Hljóp hálfmaraþon (1:20:58) í Valencia 27.október og var nálægt sínu besta. Sigraði 10 km (37:36) í Hjartadagshlaupinu svo og í Akureyrarhlaupinu (37:23). Hljóp 5 km best á 17:49 í Víðavangshlaupi ÍR.

Anna Berglind HVI2024 0697
Anna Berglind Pálmadóttir

Halldóra Huld Ingvarsdóttir (1988) bætti árangur sinn mjög mikið á árinu í brautarhlaupum innanhúss og setti Íslandsmet í flokki 35-39 ára í 800 m (2:15,14), 1.500m (4:34,10), 3.000 m (9:47,56) og 5.000 m (16:55,79).  Sigraði í hálfmaraþoni RM á 1:22:07 klst og varð önnur á MÍ í hálfmaraþoni (1:19:30) er fram fór á Akureyri. Þá hljóp hún sitt fyrsta maraþon í Frankfurt í lok október á 3:13:39 klst.

Halldóra Huld RM2024 00123
Halldóra Huld Ingvarsdóttir

Íris Dóra Snorradóttir (1991) náði sínum besta tíma í 10 km er hún hljóp á 36:47 mín í Manchester í lok mars. Þá bætti hún sig í hálfmaraþoni er hún hljóp á 1:20:37 klst í Valencia 27. október. Besti tími hennar í 5 km var 17:54 mín í Víðavangshlaupi ÍR. Íris Dóra bætti sig verulega í brautarhlaupum innanhúss, hljóp 1.500 á 4:43,98 mín og 3.000 m á 9:54,71 mín.

Íris Dóra Snorradóttir FJO2023 0020
Íris Dóra Snorradóttir

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (1990) átti gott tímabil. Sigraði í 10 km RM á 36:24 mín og í Adidas Boost 10 km (36:41). Sigþóra hljóp á 1:17:49 klst í hálfmaraþoni er fram fór í Kaupmannahöfn í september, sem er persónulegt met hjá henni. Besti tími hennar í 5 km var 17:37 mín í Akureyrarhlaupinu. Sigþóra bætti sig jafnframt í brautarhlaupum innanhúss, hljóp 1.500 m á 4:44,35 mín og 3.000 m á 10:05,95 mín.

Sigþóra RM2024 03950
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

Utanvegahlaup

Karlar

Grétar Örn Guðmundsson (1985) sigraði í Hengill Ultra 53 km (4:28:44) og í Kerlingafjöll Ultra 22 km (2:10:24). Varð annar í Súlur Vertical 28 km (2:36:44) og þriðji í Laugavegshlaupinu (4:31:27), í Akrafjall Ultra 27 km (2:27:56) svo og í Mýrdalshlaupinu 21 km (1:42:49).

Grétar Örn Guðmundsson LAU2024 2085
Grétar Örn Guðmundsson

Jörundur Frímann Jónasson (1998) sigraði í fjórum utanvegahlaupum á árinu sem eru eftirtalin: Súlur Vertical 28 km (2:34:02), Snæfellshlaupið 30 km (2:47:21), Pósthlaupið 26 km (1:41:18) og Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks 22 km (1:27:01). Varð annar í Dyrfjallahlaupinu 23,4 km (2:01:37) svo og í Stjörnuhlaupi VHE 22 km (1:21:19).

Jörundur Frímann HVI2024 0682
Jörundur Frímann Jónasson

Sigurjón Ernir Sturluson (1990) sigraði í þremur utanvegahlaupum á árinu sem eru eftirtalin: Súlur Vertical 43 km (4:13:27), Sjö Tindahlaup Mosfellsbæjar 38,2 km (3:32:07) og Kerlingafjöll Ultra 63 km (5:44:02). Þá varð Sigurjón annar í Laugavegshlaupinu (4:20:34), Dyrfjallahlaupinu 50 km (4:47:27), Puffin Run 20 km (1:21:21) og í Mt. Esja Ultra 21 km (2:07:07). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 44. sæti (5:58:53) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Sigurjón Ernir LAU2024 0009
Sigurjón Ernir Sturluson

Þorbergur Ingi Jónsson (1981) sigraði í Wildstrubel UTMB 73 km (6:47:52) er fram fór í Sviss í september. Sigraði jafnframt í Súlur Vertical 100 km (9:48:39), Dyrfjallahlaupinu 50 km (4:32:15) og í Akrafjall Ultra 27 km (2:14:10). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 23. sæti (5:32:40) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Þorbergur Ingi LAU2023 0009
Þorbergur Ingi Jónsson

Þorsteinn Roy Jóhannsson (1991) sigraði í fjórum utanvegahlaupum á árinu sem eru eftirtalin: Laugavegshlaupið (4:13:08), Fimmvörðuhálshlaup Náttúruhlaupa 28 km (2:14:04), Mt. Esja Ultra 21 km (1:55:21) og í Eldslóðinni 28 km (1:48:38). Þá varð Þorsteinn annar í Akrafjall Ultra 27 km (2:14:51) og þriðji í Kerlingafjöll Ultra 22 km (2:25:15). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 39. Sæti (5:48:10) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Þorsteinn Roy LAU2024 0005
Þorsteinn Roy Jóhannsson

Konur

Andrea Kolbeinsdóttir (1999) var fyrst kvenna í öllum utanvegahlaupum sem hún tók þátt í á árinu hérlendis en þau eru: Laugavegshlaupið (4:33:31), Súlur Vertical 100 km (12:14:33), Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks 17,5 km (1:20:34), Puffin Run 20 km (1:27:52), Mýrdalshlaupið 21 km (1:48:57), Dyrfjallahlaupið 50 km (5:28:54) og Akrafjall Ultra 27 km (2:29:04). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 6. sæti (6:10:54) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Andrea Kolbeinsdóttir LAU2024 2092
Andrea Kolbeinsdóttir

Anna Berglind Pálmadóttir (1979) sigraði í Hengill Ultra 26 km (1:58:23) og í Súlur Vertical 43 km (4:49:13). Varð þriðja í Akrafjall Ultra 20 km (1:46:29) og fjórða í Hvítasunnuhlaupi Hauka og Brooks 17,5 km (1:20:24).

Anna Berglind HVI2024 0697
Anna Berglind Pálmadóttir

Halldóra Huld Ingvarsdóttir (1988) sigraði í Akrafjall Ultra 20 km (1:42:46), í Mt. Esja 21 km (2:20:08) og í Snæfellsjökulshlaupinu 22 km (1:45:14). Varð önnur í Hvítasunnuhlaupi Hauka og Brooks 17,5 km (1:17:22). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 29. sæti (6:55:30) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Halldóra Huld LAU2024 2124
Halldóra Huld Ingvarsdóttir

Íris Anna Skúladóttir (1989) varð önnur í Snæfellsjökulshlaupinu 22 km  (1:50:34) og í Súlur Vertical 18 km (1:28:17). Varð þriðja í Puffin Run 20 km (1:31:10), Mýrdalshlaupinu 21 km (1:53:28) og í Hvítasunnuhlaupi Hauka og Brooks 17,5 km (1:19:34). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 39. sæti (7:09:38) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Íris Anna Skúladóttir LAU2024 0040
Íris Anna Skúladóttir

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (1990 ) sigraði í Dyrfjallahlaupinu 23,4 km (2:22:54), í Súlur Vertical 28 km (2:51:31) og í Snæfellshlaupinu 30 km (3:03:24). Þá varð Sigþóra önnur í Puffin Run 20 km (1:31:05). Var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi í byrjun júní. Varð í 44. sæti (7:28:44) en vegalengdin var um 58 km og hækkun um 3.500 m.

Sigþóra RM2024 03953
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir