Lárus Thorlacius í maraþoni í Philadelphiu

birt 16. desember 1997

Lárus Thorlacius keppti í heilu maraþoni í Philadelphiu í Bandaríkjunum sunnudaginn 23. nóvember. Hann náði 27 sæti af um 2500 þáttakendum og 15 sæti í sínum aldursflokki á tímanum 2:44:47 og bætti þar með sinn besta tíma um ca. 5 mínútur. Lárus hljóp fyrri helminginn á 1:21:45 og síðustu 10 km á 39:07 og hljóp framúr mörgum á síðustu kílómetrunum. Aðstæður voru ágætar, þurrt og um 5-10 stiga hiti.