Maraþon í Las Vegas - Ívar Jósafatsson

birt 09. apríl 2004

Ívar Jósafatsson hljóp í 31sta Las Vegas Maraþoninu sunnudaginn 9. febrúar á tímanum 1:11:49 og bætti sinn besta tíma um ca. 4 mínútur. Af um 5.000 manns var Ívar númer 81 og númer 11 í sínum flokki. Í hlaupinu var einnig Toby Tanser sem margir hlauparar þekkja og hljóp hann á tímanum 63:04 en hann var í 8 sæti og númer 3 í sínum flokki. Til gamans fylgja hér með millitímar Ívars á 5 og 10 km og einnig lokatíminn, sem er einungis 10-15 sek frá Íslandsmeti í flokki 35 ára og eldri.

Millitímar
5 km - 16:18
10 km - 33:01
21,1 km - 1:11:49