Myndir frá Reykjavíkurmaraþoni 2024

uppfært 27. ágúst 2024

Allar myndirnar sem við tókum í Reykjavíkurmaraþoninu eru komnar inn á hlaup.is. Nú getur þú skoðað, vistað og/eða keypt myndir ef þú vilt styðja við hlaup.is.

Við vorum út á Eiðsgranda eftir 6,5 km og tókum myndir af 21 km og 42 km hlaupurunum sem lögðu af stað á sama tíma. Við tókum einnig myndir á sama stað af 10 km hlaupurunum.

Að því loknu færðum við okkur niður að Hörpu og náðum þar að mynda seinni hluta hlauparanna í 21 km og fyrstu hlauparana í maraþoni (þó ekki þá allra fyrstu).

Skoðaðu allar myndirnar hér á hlaup.is.

Vistaðu myndirnar þínar inn á Mínum síðum hlaup.is og búðu til þitt eigið myndaalbúm þar. Þú þarft ekki að kaupa myndina til þess, en getur alltaf keypt þær myndir sem þú vilt síðar.

Hlaup.is notar vafrakökur

 

Með því að ýta á samþykkja hér fyrir neðan, samþykkir þú notkun á vafrakökum til að bæta upplifun þína á vefnum.

 
Skilmálar