UFA Eyrarskokk hefur undanfarin ár staðið fyrir hlaupasyrpu yfir vetrarmánuðina þar sem keppt er í stigakeppni einstaklinga og liða í fimm hlaupum sem fara frá á tímabilinu frá október til mars. Útfærslan hefur tekið breytingum í gegnum árin sem meðal annars hafa miðað að því að gera keppnina meira spennandi og laða að fleiri hlaupara en þá sem elska að keppa við klukkuna. Undanfarin ár hefur stigakeppni liða því tekið mið af mætingu liðsmanna en ekki röð þeirra í mark eins og áður var. Þessar breytingar hafa án efa átt sinn þátt í því að fjöldi þátttakenda hefur vaxið ár frá ári.
Í haust stóð undirbúningsnefndin frammi fyrir nýrri áskorun í skipulagi hlaupanna. Það er að skipuleggja viðburð þar sem margir gætu tekið þátt án þess að koma saman. Fyrsta hlaupið var haldið í lok október miðað við þær fjöldatakmarkanir sem þá voru í gildi. Gefin var út hlaupaleið og búið til segment á Strava til að geta fylgst með þátttökunni og raðað keppendum í einstaklingskeppninni. Keppendur stimpluðu sig einnig inn með því að senda mynd af sér á viðburðinn, þannig gátu þeir sem ekki nota Strava líka verið með, en voru þó ekki gjaldgengir í einstaklingskeppninni. Gefnir voru þrír sólarhringar til taka þátt og mátti hlaupa hringinn hvenær sem var á þeim tíma. Til að búa til meiri stemningu í kringum hlaupið var ljósmyndakeppni bætt við liðakeppnina. Liðin gátu sent inn myndir í fimm flokkum og fyrir bestu myndina í hverjum flokki var gefið eitt aukastig í liðakeppninni.
Góð þátttaka var í hlaupinu, en 84 hlauparar fóru leiðina. Margir sprettu úr spori og kepptu um góðan tíma á segmentinu. Þorbergur Ingi Jónsson náði besta tíma karla 28:28 og Anna Berglind Pálmadóttir besta tíma kvenna 35:39. Tíma tíu fyrstu karla og kvenna má sjá í töflunni.
Karlar | |
Þorbergur Ingi Jónsson | 28:28 |
Hermann Jónsson | 30:03 |
Jörundur Frímann Jónasson | 30:53 |
Helgi Rúnar Pálsson | 32:22 |
Kjartan Sigurðsson | 34:27 |
Ellert Örn Erlingsson | 34:35 |
Valur Örn Ellertsson | 34:37 |
Gunnar Atli Fríðuson | 36:04 |
Sveinn Þorkelsson | 38:09 |
Magnús Ingólfsson | 38:18 |
Konur | |
Anna Berglind Pálmadóttir | 35:39 |
Sonja Sif Jóhannsdóttir | 36:10 |
Guðrún Svanbjörnsdóttir | 38:44 |
Sigríður Einarsdóttir | 39:04 |
Sigþóra Kristjánsdóttir | 40:16 |
Sóley Svansdóttir | 40:52 |
Elma Eysteinsdóttir | 41:15 |
Rakel Káradóttir | 41:18 |
Sara Dögg Pétursdóttir | 43:07 |
Bryndís María Davíðsdóttir | 44:32 |
Það var ekki síður hörð keppni í ljósmyndakeppninni og barst fjöldi skemmtilegra mynda. Hér má sjá sigurmyndirnar í hverjum flokki: