birt 06. janúar 2009
Spurning

Getið þið sagt mér hvernig pace er skilgreint, er það samspil hjartsláttar og hraða og hvaða formúla er þá á bak við það?

Svar

Orðið "pace" er notað yfir hraða hlaupara, það er hversu margar mínútur hlaupari er að hlaupa einhverja tiltekna vegalengd oftast kílómeter eða mílu. Í Ameríku er allur hraði (pace) miðaður við mílu en víðast annars staðar þar sem metrakerfið er í notkun, er miðað við kílómeter. Oft er þetta líka kallað "tempó".

Sem dæmi um hvernig þetta hugtak er notað má til dæmis tala um að hlaupari sem hleypur 10 km hlaup á 40 mín sléttum hafi verið á 4 mínútna tempó eða hlaupið hvern km á 4 mínútum. Það er þá hans "pace".

Þetta hugtak er líka mikið notað þegar verið er að stilla af hraða á æfingum eða í keppni. Þá er talað um að vera á 3:30 mín tempó, eða 4 mín tempó eða jafnvel 6 mín tempó. "Pace" er þá 3:30 mín/km eða 4 mín/km eða 6 mín/km.

Kveðja, Torfi