uppfært 06. janúar 2023

Meðfylgjandi samantekt er leiðbeinandi fyrir þá aðila sem standa fyrir almenningshlaupum eða hafa hug á því. Ágætt er að hugsa framkvæmd hlaupa í stigum. Byrja á því að skilgreina markmið eða tilgang og vinna  síðan skipulega að einstökum atriðum eftir eftir því sem nær dregur hlaupinu. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi og er einnig of ítarlegur fyrir smærri hlaup. Ákvörðunin um markmið hlaupsins ræður töluvert um það  hversu mikið er lagt í framkvæmdina. Ef um götuhlaup á stöðluðum vegalengdum er að ræða þurfa þau að mæta ákveðnum skilyrðum svo afrek séu tæk á afrekaskrá svo dæmi sé tekið.

1. stig:  Markmið, tilgangur
  1. fá sem mestar tekjur (Íþróttafélög)
  2. tækifæri fyrir hlaupara til að ná árangri (stöðluð götuhlaup)
  3. fá fólk til að hreyfa sig (Heilsuhlaup Krabbameinsfél.)
  4. fá "goodwill" (66°N)
  5. vekja athygli á málstað (Friðarhlaup, Vímuvarnarhlaup, Hjartadagshlaup)
  6. vekja athygli á stað/landsvæði (Mývatn, Vesturgatan)
  7. áskorun fyrir  ,,ofurhlaupara" (Laugavegshlaupið, Jökulsárhlaupið, Þorvaldsdalsskokk)

2. stig:  Undirbúningur:   Grundvallaratriði
  1. verkefni vikum og mánuðum áður
  2. úttekt á líklegri hlaupaleið (ath. gatnamálayfirvöld)
  3. stuðningsaðilar (samningagerð)
  4. verðlaunapeningar (hönnun og leitun tilboða)
  5. ákvörðun um flokkaskiptingu
  6. ákvörðun um þátttökugjald
  7. keppnisnúmer
  8. T - bolir
  9. fyrsta kynning (bæklingur og dreifibréf)

3. stig:  Framkvæmd:  Verkefni  ca. 1-4 vikum áður
  1. mæling á hlaupaleið og kort
  2. lögregla
  3. sjúkragæsla
  4. starfsmenn
  5. skipulag kynningar (auglýsingar, viðtöl, vefur, samfélagsmiðlar)
  6. útdráttarverðlaun (hafa samband við líklega stuðningsaðila)

4. stig:  Framkvæmd:  Tékklisti  vikuna áður
  1. merking á hlaupaleið (vegvísar og km merkingar)
  2. kort af hlaupaleið
  3. lögregla
  4. sjúkragæsla
  5. drykkir og önnur næring
  6. skipulag á verkefnum starfsmanna
  7. auglýsingar
  8. fjölmiðlar (fréttatilkynningar og viðtöl)
  9. skráning og keppnisgögn
  10. keppnisnúmer og nælur
  11. aðstaða við rásmark (mark, sviðsvagn, rennur, kaðlar og tjöld)
  12. hljóðkerfi
  13. búningsaðstaða
  14. borðar og auglýsingaskilti
  15. verðlaun og verðlaunaafhending
  16. tímataka og vinnsla úrslita                                                                             

5. stig:  Framkvæmd:   Hlaupdagur - tékklisti
  1. hlaupaleiðin sé klár
  2. lögregla og sjúkragæsla mætt og klár á sínu
  3. drykkir og önnur næring á sínum stað
  4. allir starfsmenn séu mættir á sína staði
  5. fjölmiðlar fái úrslit
  6. skráning
  7. aðstaða við rásmark í lagi
  8. búningsaðstaða
  9. borðar og auglýsingaskilti á sínum stað
  10. verðlaun og verðlaunaafhending
  11. tímataka og stikktímataka
  12. vinnsla úrslita