uppfært 15. janúar 2023

Eftirfarandi lýsing er leiðbeinandi fyrir þá hlauphaldara sem vilja birta upplýsingar um sín hlaup í hlaupasdagskrá hlaup.is. Lýsingin er ekki tæmandi og hlauphöldurum frjálst að hafa þær upplýsingar sem þeir vilja, en æskilegt er að eftirfarandi komi fram.

Grunnuppplýsingar um hlaup
 • Hvar
 • Hvenær
 • Hversu oft verið haldið

Skráning og skráningargjöld
 • Verð fyrir hverja grein
 • Verðtímabil (ef verð á að hækka eftir því sem nær dregur hlaupi)
 • Lokatími skráningar á netinu og á staðnum ef boðið er upp á það
 • Hvar skráð
 • Hvar á að mæta til að sækja gögn og hvenær?
 • Endurgreiðslureglur
  • Ekkert endurgreitt
  • Endurgreitt þar til ákveðin dagsetning
  • Endurgreitt að hluta þar til dagsetning og ekkert eftir það

Hlaupaleiðin
 • Smá textalýsing af leiðinni
 • Kort af leiðinni er birt neðst í lýsingunni á hlaup.i (Sjá kort af leiðinni aftast í þessari lýsingu). Ef önnur kort eru notuð þá kemur það fram hér.
 • Rástímar
 • Er hlaupið viðurkennt af FRÍ?
 • Er hlaupaleiðin löglega mæld?
 • Er hlaupið ITRA hlaup og hversu margar ITRA punkta er það?

Aldursflokkar
 • Aldursflokkar ef um það er að ræða.

Úrslit og verðlaun
 • Verðlaunapeningingar?
 • Eru aldursflokkaverðlaun?
 • Eru verðlaun fyrir fyrstu í hverri vegalengd?
 • Eru verðlaun fyrir fyrstu 3 í hverri vegalengd?
 • Eru údráttarverðlaun?
 • Hvar og hvenær verða verðlaun afhent ?

Aðstaða
 • Er einhver aðstaða til að skipta um föt?
 • Búningsaðstaða/sund?

Nánari upplýsingar
 • Hver heldur hlaupið og er ábyrgur fyrir því?
 • Hver er skráður hlaupstjóri? Nafn, sími, netfang
 • Aðrar upplýsingar? Nafn, sími, netfang

Skilmálar hlaupsins og skilgreining ábyrgðar (Fyrirvari)

Til dæmis: Keppendur taka þátt í hlaupi XXX á eigin ábyrgð. Framkvæmdaaðilar geta á engan hátt verið ábyrgir vegna atburða sem verða í tengslum við hlaupið eða skaða sem keppendur hugsanlega verða fyrir eða valda öðrum meðan á þátttöku í hlaupinu stendur. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og er óheimilt að láta það öðrum í té til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandiMeð skráningu í þennan viðburð staðfestir þátttakandi skilning á þessu og samþykkir skilmála hlaupsins.